Leita í fréttum mbl.is

Fékk Valgerður undirbúnar fyrirspurnir úr sal í Kastljósþætti á síðast þriðjudag

Var að lesa eftirfarandi á www.mannlif.is . Þetta er náttúrulega ekki ólöglegt en ódýrt. Og þá sérstaklega ef það er rétta að flokkssystur hennar og frambjóðendur á Suðurlandi hafi lesið upp spurninguna af útprentun á tölvupósti merktum Utanríkisráðuneytinu.

 

Sérhannaðar framsóknarspurningar

12 apr. 2007

Kastljós Sjónvarpsins blés til borgarafundar á Selfossi á þriðjudagskvöld þar sem stjórnmálafólk ræddi landsins gagn og nauðsynjar og svaraði spurningum úr sal. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sem var einn fulltrúa ríkisstjórnarinnar, virðist hafa fengið sérhannaða spurningu frá flokksystur sinni úr Suðurkjördæmi.

Framsóknarkonurnar Helga Sigrún Harðardóttir og Elsa Ingjaldsdóttir, sem skipa þriðja og fimmta sæti framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi, voru meðal fundargesta úti í sal. Þegar Helgi Seljan, sem sveif með hljóðnemann um svæðið, gaf Elsu færi á að bera upp spurningu kaus hún að beina henni til Valgerðar.

Elsa las spurninguna upp af blaði og glöggir stuðningsmenn Frjálslynda flokksins sem stóðu nálægt henni ráku augun í að blaðið var útprent af tölvupósti frá utanríkisráðuneytinu. Elsa var með fleiri spurningar á blaðinu en fékk ekki færi á að koma þeim öllum að. Þær spurningar hefðu þó vart komið Valgerði í opna skjöldu þar sem þær virðast upprunnar í hennar eigin ráðuneyti ...
(www.mannlif.is )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Löglegt, siðlaust, hallærislegt og ódýrt. If you ask me.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.4.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðný Anna ég er sammála þér. En þetta var víst viðhaft á svona fundum áður. Og Framsókn er jú gamall flokkur sem leggur áherslu á þjóðleg gildi. En að passa sig ekki á að fela sönnunargögnin er náttúrulega ferlegt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.4.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband