Leita í fréttum mbl.is

Magnús hefur haft þetta frumvarp fyrir augunum í mörg ár. Jóhanna lagði það fram 1996 fyrst!

Eftirfarandi grein er tekin af www.althingi.is/johanna  og er grein sem birt var í Morgunblaðinu 10 apríl 2002:

10. apríl 2002

Fjárhagserfiðleikar

ÞRJÚ þúsund árangurslaus fjárnám voru gerð hjá einstaklingum á síðasta ári, sem er um 53% aukning frá árinu áður. Ef lagafrumvarp þingmanna Samfylkingarinnar hefði náð fram að ganga, sem flutt hefur verið á a.m.k. fimm þingum, hefði að öllum líkindum verið hægt að aðstoða þessa einstaklinga út úr sínum fjárhagserfiðleikum og tryggja jafnframt að kröfuhafar hefðu fengið einhvern hluta skuldanna greiddan.
Til hagsbóta fyrir skuldara og kröfuhafa
Hér er um að ræða nýtt úrræði og er greiðsluaðlögun ætluð þeim sem árangurslaust hafa reynt ráðgjöf og aðstoð við að leysa úr greiðsluerfiðleikum sínum og ekkert blasir við annað en viðvarandi erfiðleikar eða gjaldþrot.
Hugsunin að baki þessu nýja úrræði er sú að hér sé um að ræða leið sem er ekki aðeins til hagsbóta fyrir einstaklinga eða heimili í miklum greiðsluerfiðleikum heldur einnig fyrir lánardrottna og samfélagið í heild. Greiðsluaðlögun gefur fólki möguleika á að vinna sig út úr fjárhagserfiðleikum án þess að missa eignir sínar í gjaldþroti. Auk þess gefur þessi leið möguleika á að takast á við fjárhagserfiðleika með nýrri og uppbyggilegri sýn úr annars vonlausri stöðu. Greiðsluaðlögun eykur líkur á því að lánardrottnar fái skuldina að öllu eða einhverju leyti greidda, fremur en að tefla kröfunni í tvísýnu í gjaldþrotameðferð þar sem skuldir gjaldanda eru langt umfram eignir. Auk þess dregur það úr kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum lánardrottna, sem oft skila litlum árangri. Greiðsluaðlögun dregur líka úr kostnaði sem oft fellur á samfélagið þegar fjölskyldur komast í greiðsluþrot. Kostnaður við nauðungarsölu og gjaldþrot fellur á hið opinbera, upplausn fjölskyldna og félagsleg vandamál fylgja í kjölfarið og eru dýr bæði einstaklingum, fjölskyldum þeirra og samfélaginu í heild. Hér er því verið að skapa möguleika sem skuldari, lánardrottinn og samfélagið í heild geta fremur haft ávinning af en með þeim úrræðum sem nú bjóðast.
Útfærsla á greiðsluaðlögun
Helstu efnisatriði frumvarpsins eru eftirfarandi:
-Um er að ræða nýtt úrræði fyrir einstaklinga utan atvinnurekstrar sem komnir eru í algjört og viðvarandi greiðsluþrot og ekkert blasir við að óbreyttu annað en gjaldþrot, sem skuldari, lánardrottnar og samfélagið í heild tapa á.
-Greiðsluaðlögun felur í sér gagngera endurskipulagningu á fjármálum skuldara, en á greiðsluaðlögunartímabilinu, sem staðið getur í átta ár, er gerð áætlun sem honum er skylt að standa við gagnvart lánardrottnum.
-Brýnasti framfærslukostnaður skuldara er metinn og gert ráð fyrir að á greiðsluaðlögunartímabilinu haldi hann eftir því sem sanngjarnt telst til nauðsynlegrar framfærslu.
-Greiðsluaðlögun felur í sér að greiðslu skulda eða hluta þeirra er frestað og að kröfuhafar gefa eftir vexti, kostnað eða hluta skuldar annaðhvort strax eða að loknu greiðsluaðlögunartímabili.
-Greiðsluaðlögun getur verið tvenns konar. Annars vegar getur hún verið frjáls greiðsluaðlögun sem byggist á samkomulagi við lánardrottna um frestun eða niðurfellingu skulda og kostnaðar en héraðsdómari úrskurðar um slíkt samkomulag, en hins vegar þvinguð greiðsluaðlögun sem héraðsdómari getur úrskurðað um þótt ekki náist samkomulag við lánardrottna.
-Skuldara er skylt að ráða sér aðstoðarmann sem fer með málið fyrir hönd skuldara; lánardrottnar geta t.d. ekki krafist kyrrsetningar, fjárnáms, gjaldþrotaskipta eða annarra fullnustugerða á greiðsluaðlögunartímabilinu.
-Ekki er unnt að ganga að ábyrgðarmönnum skuldara meðan á greiðsluaðlögun stendur.
-Óheimilt er að veita skuldara heimild til greiðsluaðlögunar nema einu sinni.
-Ef um er að ræða ófyrirséða atburði eins og slys eða sjúkdóma sem leiða til tímabundinnar örorku skuldara eða fjarveru frá vinnu eftir að greiðsluaðlögunartímabil hefst er unnt að framlengja það í fjögur ár.
-Gert er ráð fyrir að þóknun aðstoðarmanns skuldara verði greidd úr ríkissjóði samkvæmt reglugerð er ráðherra setur.

Mikill stuðningur við málið
Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir okkar þingmanna Samfylkingarinnar á síðustu árum hefur málið ekki enn fengist afgreitt á Alþingi, en umsagnir nær allra umsagnaraðila, sem þingnefnd leitaði álits hjá, eru jákvæðar. Neytendasamtökin hafa m.a. lýst miklum áhuga á framgangi málsins og nýverið kom fram stuðningur við málið opinberlega hjá framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Einstaklingar og fjölskyldur sem ekki sjá fram á annað en að missa heimili sín í gjaldþrot vegna mjög alvarlegra greiðsluerfiðleika eiga allt komið undir skilningi löggjafarþingsins á því að lögfesta þetta frumvarp.
Jóhanna Sigurðardóttir, alþm.(Mbl. apríl, 2002)


mbl.is Félagsmálaráðherra: Mikilvægt að tryggja rétt skuldara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband