Leita í fréttum mbl.is

Er þetta ekki bara lygasaga úr ógeðslegu ESB landi?

Egill Helgason hlýtur að vera að ljúga að fóllki. Svona getur staðan í Danmörku verið! Þeir hafa jú verið í ESB í marga áratugi!

Miðvikudagur 27.05.2015 - 15:14 - 

Allt í kalda koli?

Ég dvaldi mikið í Kaupmannahöfn þegar ég var unglingur. Þá var eins og allar leiðir lægju þangað.

En það er langt síðan ég kom síðast til Hafnar til annars en að millilenda.

Nú er ég hérna út af vinnu og fer víða um bæinn. Það er merkilegt að sjá breytingarnar.

Það er ekki bara búið að byggja ótal ný hús, grafa neðanjarðarlest heldur er líka merkilegt að sjá hvað öllu er vel við haldið, gömlum byggingum og hverfum.

Það sem blasir við manni alls staðar er í raun ótrúlegt ríkidæmi og velmegun.

En Danir eru auðvitað í Evrópusambandinu, svo þetta hlýtur að vera missýning – það er auðvitað allt í kalda koli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég er viss um að margir NEI-sinnar (sérstaklega þessi félagsskapur heimsku svínana) trúi að Egill H sé að ljúga að þjóðinn.  sumir vilja ekki viðurkenna að Danmörk og Svíþjóð séu í ESB einu sinni.

Rafn Guðmundsson, 27.5.2015 kl. 19:33

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús Helgi. Það var þáttur í DR 1. í vetur um það hvernig bankasvindlið og braskið blómstraði á fullu ennþá. Þrátt fyrir hrun bankanna, og óuppgert bankabrask.

Sannleikurinn eini rétti er ekki til, en hagfræði lyginnar er allsráðandi veraldarafl.

Hefur ekkert með ESB að gera, heldur siðferðis og stjórnsýslukerfis-brenglun heimsveldisins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.5.2015 kl. 19:47

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvað með eldhafið?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2015 kl. 23:13

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Reyndar er Egill að ljúga þaran eins og svo oft áður.

Það var farið yfir þetta í Sextíu mínútum nýlega þar sem skoðað var ástand á "Infrastructure" í löndum OECD.

Þar var Ísland í 8. sæti,síðan komu löndin í eftirfarandi röð.

9 Japan  

10 Frakkland

11 Þýskaland

12 Portugal

13 Spánn

14 Lux

15 Danmörk 

16 Bandaríkin

17 Belgía

18 Svíþjóð.

Danmörk er ekki að gera það sérstaklega gott þarna ,eða önnur ESB lönd að undanskildu Finnlandi

Auðvitað er Egill ekki að ljúga,hann missiir bara sjónina þegar hann kemur til Esb og sér ekki sprungurnar í vegunum eða ryðið í brúnum.

Borgþór Jónsson, 28.5.2015 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband