Leita í fréttum mbl.is

Djöfull getur fólk verið ógeðslegt og kjaftasögur rætnar.

Var að lesa bloggið hennar Ástur Lovísu Vilhjálmsdóttur www.123.is/crazyfroggysem hefur nú um skeið barist við illvígt krabbamein í lifur. Nú virðist vera hennar eina von að komast út til NY til lækna sem hafa fundið aðferð til að koma krabbameinslyfi beint í lifrina þannig að hægt er að nota sterkari lyf í stærri skömmtum. Hún hefur bloggað um veikindir og komið fram í fjölmiðlum. Fólk hefur dáðst að því hve hún berst af miklum móð fyrir lífi sínu og geta þar með fylgst með börnum sínum vaxa upp.

EN viti menn kjaftasögurnar láta ekki að sér hæða. Ég ætla að leyfa mér að birta eftirfarandi færslu frá henni í heild.

Kjaftasögur ... Því miður :(
Því miður eru komnar í gang virkilega ljótar kjaftasögur um mig og vini mína... Ég er hreint út sagt orðlaus og ég er virkilega sár og reið því þetta er virkilega gripið úr lausu lofti !!!!! Sögurnar eru þær að ég sé að misnota góðvild þjóðarinnar og að ég sé óheiðarleg. Það ganga þær sögur um mig að ég sé með fólk á bakvið mig sem að borgi allt sem við kemur NY fyrir mig og ég sé með því að misnota góðvild ykkar. Þetta er ekki rétt ... Því  þeir peningar sem hafa safnast  á styrktarreikninginn fara í veikindin mín en ekki peningar vina minna.

Það er greinilegt að hér á Íslandi megi maður ekki eiga vini sem eru þekkt andlit án þess að kjaftasögurnar fari á kreik. Ég vil fá að þakka ykkur öllum sem hafa sýnt mér stuðning á hvaða háttinn sem er.
Þið sem að efist um mig og talið um mig á ljótan hátt ... Verið ekki að styðja mig og hættið að dæma fólk sem þið þekkið ekki.
Ég er virkilega sár og reið núna. Þetta hefur haft það mikil áhrif á mig andlega að ég þarf að íhuga hvort að ég treysti mér að halda þessu bloggi áfram.

Ein af athugasemdunum sem ég hef fengið ... Komið frá sama aðilanum sem að vinnur á þekktum vinnustað í tölvugeiranum:

Sæl Ásta, þú þekkir mig ekki og mér finnst ekki skipta máli hver ég er... Ég vinn á mjög stórum vinnustað og það hefur mikið verið rætt um þig og þín veikindi, en núna er kominn annar tónn í umræðuna. Eins og þú veist er Ísland ekki stórt land svo margir þekkja marga, og núna er heistasta umræðan þessa dagana að þú sért að notfæra þér afstöðu þína og þessa söfnun, þar sem heyrst hefur að þegar séu komnir fram aðilar sem ætla að borga flug og allan kostnað sem til fellur í NY og fólki finnst réttlátt að þú látir vita af þessu, Mér finnst rétt að láta þig vita af þessu, þannig að þú sjálf getir komið með þetta fram og sért heyðarleg,.. það er nóg fyrir þig að eiga í þessum veikindum þó ekki komi líka til leiðindar umtal um þig sem hægt er að stoppa strax áður en þetta verður verra.

Kveðja, með ósk um góðan bata

Frá:Ókunnug, , ´

(www.123.is/crazyfroggy )

Ég á ekki orð. Hvurn djöful kemur fólki við hvaða styrki hún hugsanlega hefur fengiö. Ásta hefur verið heiðarleg í öllum sínum færslum og hún reglulega tekið út þennan söfunarreikning þegar hún hefur ekki þörf á. Ég þekki hana ekki neitt en eftir svona skrif þá þekkir maður þessa rætnu manneskju sem skrifar henni betur . Svona manneskjur eru kallaðar "Nöðrur" og finna sér allt til þess að hatast við aðrar manneskjur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband