Leita í fréttum mbl.is

Gunnar Birgisson ekki tilbúinn að viðurkenna mistök.

Gunnar Birgisson hefur verið gagnrýndur vegna þess að Kópavogur viriðist ekki geta staðið við saminga við hestamenn úr Gusti sem bærinn var búinn að kaupa út af svæði sínu Glaðheimum með loforði um nýtt svæði. Hestamenn hefa gagnrýnt hann fyrir að illa gangi í samskiptum við bæinn og að menn sjái ekki fram á að nýtt svæði verði tilbúið til byggingar nýrra húsa í tíma til að klára þau fyrir veturinn. En Gunnar segir bara eins og í Heiðmerkurmálinu að þetta sé allt skipulagsstofnun að kenna og þetta séu nú allt að reddast. Held að Gunnar verði nú að fara að athuga að Kópavogur er ekki fyrirtæki heldur bæjarfélag og samskipti við fólkið í bænum eiga ekki að fara fram eins og þetta séu vanþakklátir viðskiptavinir heldur er þetta fólkið sem býr í bænum og kjósendur:

www.visir.is

Fréttablaðið, 16. apr. 2007 00:30


Hestamenn geri sig sjálfir klára

„Mér þykir það mjög undarlegt og skrítin vinnubrögð af einu íþróttafélagi bæjarins að byrja á því að fara í fjölmiðla með ályktun áður en bæjarstjórnin fær hana," segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, um áskorun hestamanna í Gusti til bæjaryfirvalda.

Stjórn hestamannafélagsins Gusts segir erfiðlega ganga að fá bæjaryfirvöld í Kópavogi til að standa við gerða samninga og tímaáætlanir varðandi flutninga hesthúsahverfisins úr Glaðheimum á Kjóavelli. Í ályktun sem samþykkt var einróma á félagsfundi Gusts er skorað á bæjaryfirvöldin að standa við samningana; jafnt samninga um reiðleiðir út frá Glaðheimum og samninga um flutning félagsins og félagsmanna á Kjóavelli. Í stefni að ekki verði af flutningi félagsins fyrr en á næsta ári.

„Það var reiknað með að hægt væri að byrja í apríl en því seinkar um einn mánuð eða tvo, sem er aðallega út af skriffinnsku skipulagsyfirvalda; skipulagsstofnunar og umhverfisráðuneytis," segir Gunnar bæjarstjóri. „Við höfum sagt þeim að það verði tvær dagsetningar við afhendingar á götum, annars vegar í maí og hins vegar í ágúst. Það er því engin ástæða til að fresta þessum flutningi og ég held nú að það standi upp á þá sjálfa að gera sín eigin mál klár því þeir eru ekki tilbúnir að fara að byggja."- gar
Ég held nú að það standi upp á þá sjálfa að gera sín eigin mál klár því þeir eru ekki tilbúnir að fara að byggja.

Gunnar I. Birgisson
bæjarstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband