Fimmtudagur, 11. júní 2015
Um leið og ríkisstjórnin vélar um lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðingar er vert að velta fyrir eftirfarandi!
Er ekki kominn timi til að þjóðin fari að velta fyrir sér mati á störfum hér:
Hér má sjá launaseðil hjúkrunarfræðings. Halda menn að sjúrahús væri almennilega rekin án þeirra eða vildi fólk leggjast inn á sjúkra hús þar sem þeir væru ekki til staðar. Halda menn að fólk álmennt leggi á sig 4 til 5 ára hjúkrunarnám fyrir mánaðarlaun upp á 342 þúsund eins og þarna kemur fram. Sér í lagi þar sem verið var að semja um að lágmarkslaun í landinu yrðu 300 þúsund eftir hvað 3 ár.
Geislafræðingar og lifefnafræðingar eru með enn lægri mánaðrlaun. Vildu menn vera á sjúkrahúsum þar þeir væru ekki til staðar eða sætta sig við að engar rannsóknir færu fram á sýnum úr blóði þeirra ef þeir yrðu veikir. Halda menn að fólk komi til með að þyrpast í nám sem borgar undir 300 þúsund í grunnlaun?
Eins er rétt að spurja með allar aðrar stéttir sem nú er verið að taka verkfallsréttinn af. Eins er hægt að segja að ríkið hefur verið í samningaviðræðum við margar stéttir BHM lengur en aðilar almenna markaðsins og fram á síðustu vikur var ríið að bjóða hæst 3,5% hækkun. Og ekkert reynt til að ná samkomulagi. Á meðan hefur ríkið kerfisbundið eytt peningum í annað, lækkað skatta og afsalað sér tekjum og segist nú ekki hafa neitt svigrúm til að ganga til samninga. Er þetta gáfulegt!
Ég spái því að hjúkrunarfræðingar fari að segja upp í hópum enda bjóðast þeim mánaðarlaun sín með því að vinna í 10 daga í Noregi + ferðir + fæði og uppihald. Um 20 til 30 geislafræðingar eru búnir að segja upp og held að aðrir hópar geri það líka.
Held stundum þegar fólk talar um afætunar sem séu opinberir starfmenn þá viti þeir ekki um hverja þeir eru að tala. Rakst á þetta á facebook:
Opinberir starfsmenn taka á móti okkur í heiminn, skrá nafnið okkar, fylgjast með heilsufarinu og gæta okkar í hvívetna. Þeir passa okkur, kenna okkur, annast okkur í veikindum eða þegar erfiðleikar steðja að, fylgjast með veðrinu, hafa gætur á náttúrunni og varðveita sameiginlegan arf okkar á hverju því formi sem tjáir að nefna. Þeir hafa svæft okkur, vakið okkur, gegnumlýst, rannsakað, þjálfað, nært, staðið vörð um lög og rétt. Kennt okkur að lesa ljóð, spila á hljóðfæri, fara eftir umferðarreglum, sýnt okkur leikrit, spilað tónlist. Passað upp á gögn, haldið skikk á tölum, talið fiskana í sjónum og grösin á heiðum, reiknað laun,innheimt skatta, borgað laun. Þeir stuðla að því að við séum öll virkir þjóðfélagsþegnar,eflum andlegt og líkamlegt atgervi og fótum okkur í lífsins ólgusjó. Þeir styðja okkur frá vöggu til grafar. Hvað er hægt að biðja um meira? Mér dettur eitt í hug. Það er hægt að biðja um að framlag þeirra sé metið að verðleikum. Menntun þeirra sé viðurkennd og metin til launa.Tryggja þarf mönnun opinberrar þjónustu til framtíðar! ‪
Hjúkrunarfræðingar íhuga að fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Innlent
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 969307
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Spurningin er nú kannski fyrst sú hvers vegna í ósköpunum verið sé að senda fólk í 4-5 ára nám til að undirbúa sig fyrir starf sem fyrst og fremst felst í að gefa fólki pillur eftir forskrift lækna. Að stórum hluta mætti hafa sjálfsala sem sæju um þá vinnu sem hjúkrunarfræðingar vinna nú.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.6.2015 kl. 23:27
Þorsteinn, takk fyrir að líkja ævistarfi mínu við starfsemi sjálfsala. Mjög málefnalegt. Heyrist þú hafa minnstu hugmynd hvað felst í starfi hjúkrunarfræðinga. Álíka gáfulegt væri að spyrja:
Til hvers þurfum við að mennta hagfræðinga þegar við lærum flest á Excel í framhaldsskóla?
Til hvers þurfum við að mennta lækna þegar það eru til tölvuforrit sem geta greint sjúkdóma út frá einkennum?
Til hvers þurfum við að mennta kennara þegar hægt er að googla allan fjanda?
Anna Tómasdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 01:04
Hvort hlær maður eða grætur að slíkri fáfræði?
Þorsteinn Siglaugsson! Ég er svo aldeilis hlessa. Að þú skulir þora að opinbera vanþekkingu þína á svo sorglegan máta og það opinberlega! Það held ég að fólkið þitt skammast sín fyrir þig núna, úff púff. Aumingja þú. Vonandi þarftu aldrei á hjúkrunarfræðingi að halda....
Anna Lísa Baldursdóttir, 12.6.2015 kl. 01:08
Kæri Þorsteinn Siglaugsson
Hvernig sjálfsali myndi hent alvarlega veiku fólki í öndunarvél sem liggur á gjörgæsludeild og þarf stanslaust eftirlit og inngrip byggð á þekkingu? En fólki sem gengst undir skurðaðgerð og vill helst ekkert vita af sér á meðan en samt ekki deyja? Hvernig sjálfsala væri best að senda heim til deyjandi krabbameinssjúklinga til að meta þörf þeirra fyrir sterk verkjalyf og gefa þau í hæfilegum skömmtum? Hvernig sjálfsali myndi svo henta til að annast um fyrirburana á vökudeildinni og svo mætti lengi telja.
Það er sorglegt þegar vel menntað fólk opinberar fáfræði sína með þeim hætti sem hér er gert.
. (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 01:33
Þetta er allt of há laun hjá hjúkrunarfræðingum ef þeir eru bara í pillu gjöfum, erum vIð ekki að reyna að fá alla á sömu laun?
300 þúsund á alla hjúkrunarfræðinga.
Af hverju þarf lögfræðing til að stimpla þinglýsingar vottorð? Það eru eyðublöð sem þarf að fylla inn i eyðurnar sem hver og einn gagnfræðiskólanemandi getur gert, prenta og stimpla.
Hvernig væri að hætta þessari hámenntunar dýrkun og lækka kostnað á Rikisþjonustu.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 12.6.2015 kl. 01:40
Ef ekki væru til ómenntaðir aular, sem aldrei luku langskólanámi, væri engin þörf á ríkisstarfsmönnum, til að passa þá, stimpla pappírana þeirra, eða annað sem þarf í rekstur eins stykkis þjóðfélags. Þegar ákveðnir aðilar telja sig æðri eða mikilvægari öðrum í samfélaginu, sökum menntunar, er okkur vandi á höndum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 12.6.2015 kl. 03:54
Einn af þessum aulum er ég.
Halldór Egill Guðnason, 12.6.2015 kl. 03:55
Það er tími til fyrir sjálfstæðisflokkinn að huga að sparnaði og skipta út stjórnmálaskóla sínum með tölvu illa þjáðri af vírus,það tæki enginn eftir breytingunni.
Jón Páll Garðarsson, 12.6.2015 kl. 12:54
Ágætu þið! Ef þið eruð ekki menntuð og finnst það frekja að fólk vilji fá menntun sína metna, þá þið um það! En það er ljóst að ef við umbunum ekki fólki fyrir menntun þá fer fólk ekki að mennta sig til að vinna í svona álgs og vaktavinnustörfum. Það er engin að leika sér að skuldsetja sig í námslánum ef að ljóst er að þessum árum í námi var í raun eytt í ekkert. Og nú er t.d.s staðan sú að um 30 til 40% af Hjúkrunarfræðingum eru komin á seinnihluta starfsævinar og unga fólkið kemur ekki til starfa í þeim mæli sem þarf. Það lætur ekki bjóða sér 100% vaktavinnu á yngri árum þegar það er að ala upp fjölskyldu heldur leitar eitthvað annað. Og t..d í Noregi og fleiri löndum eru þessar stéttir mun betur launaðar hlutfallslega en hér. Hér hafa kvennastéttir almennt sigið niður eða aldrei náð þeirri stöðu sem aðrar þjóðir setja þær í. Og því erum við að lenda í því að fá ekki hjúkrunarfræðinga til að starfa á sjúkrahúsum, við erum ekki að fá leikskólakennara í nægu mæli, við erum ekki að fá Grunnskólakennara ekki geislafærðinga og svo framvegis. Fólk fer heldur í viðskiptafræði, tölvunarfræði, verkfræði og þessháttar því þessu fólki má borga mannsæmandi laun! Af hverju að leggja á sig 4 ára þungt háskólanám ef það þýðir um 50 þúsund meira í mánaðrkaup en maður fengi t.d. á Bensínstöð.
Magnús Helgi Björgvinsson, 12.6.2015 kl. 13:18
Það á ekki aðeins við um hjúkrunarfræðinga heldur fjölda annarra starfa, að tæknivæðing og alþjóðavæðing veldur því að þau eru að sífellt meira leyti unnin af lágt launuðu fólki í fjarlægum löndum eða sjálfvirknivædd. Stór hluti af starfi lögmanna felst til dæmis í rútínubundinni skjalagerð sem auðvelt er að fá lítt menntað fólk í eða nýta tölvutækni í. Stór hluti af starfi lækna er líka þannig, rétt eins og með hjúkrunarfræðinga. Þetta merkir auðvitað ekki að öll viðfangsefni þessara stétta séu þannig, en sífellt fleiri þeirra eru það. Anna spyr hér að ofan hvers vegna þurfi hagfræðinga, lækna og kennara þegar við getum notað excel, flett upp sjúkdómseinkennum og gúglað. Þessar spurningar eiga fullan rétt á sér og það á að vera hægt að ræða þær af yfirvegun, æsingslaust.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.6.2015 kl. 15:16
Æi finnst þetta barnaleg viðhorf. Þetta er svona svipuð rök og "snákaolíu" sölumenn bjóða til að selja fólki lausn á öllum þeirra vandamálum. Það er nú bara þannig að heilbrigðiskerfið vinnur þannig að þetta er hópur fólks sem vinnur saman. Læknar greina og leggja til meðferðir, hjúkrunarfólk framkvæmir þær, taka stöðu á sjúklingum og sá um meðferð þeirra. Geislafræðinga framkvæma og svo lifefnafræðingar sem framkvæma greiningar á sýnum og það þarf sérhæft nám fyrir þetta allt. Varðandi skjalagerð þá held ég að dómsmál síni okkur að það er nú bara ekki sama hvernig þau skjöl eru útbúin enda þarf oft að styðja þau og bera saman við ýmis lög.
Ég persónulega vild ekki að einhver ómenntaður setti upp nálar hjá mér ef ég lendi á sjúkrahúsi, ekki einhver ómenntaður taki við sjúkdómslýsingum hjá mér og beri þau til læknis. Ekki vildi ég að einhver ómenntaður tæki af mér röntgen myndir og að brot eða eitthvað kæmi því ekki fram. Ég mundi ekki vilja að einhver ómenntaður ákvæði meðferð mína út frá einhverri góðri grein sem einhver hafði skrifað á netið. Nú eða vera skorinn upp eða eitthvað þaðan af verra án þess að réttar rannsóknir eða niðurstöður væru þar á bakvið. Og til þess fer fólk í nám. Og það ekkert smá nám. Ég fór einn vetur í læknadeild og ef menn halda að mannslíkaminn sé bara einföld vél og ekkert mál að skilja hann þá vaða þeir villur vega. Eins vildi ég ekki vera í aðgerð þar sem læknar hafa ekki sérhæfða hjúkruanfræðinga með sér. Og ekki vildi ég vera á gjörgæslu aftur ef að þar væru ekki hjúkrunarfræðingar á vöktum. Ef að við hefðum hjúkrunafræðinga þyrftum við helmingi fleiri lækna. Því allir sem hafa verið á sjúkrahúsum vita að læknar hafa ekki tíma nema til líta rétt við hjá sjúklingum til að athuga stöðu þeirra,það eru hjúkrunarfræðingar seum upplýsa um stöðu þeirra.
Magnús Helgi Björgvinsson, 12.6.2015 kl. 15:56
Þetta snýst ekki um viðhorf. Þetta snýst einfaldlega um blákaldan raunveruleikann: Rétt eins og störf færðust frá handverksmönnum yfir í verksmiðjur í iðnbyltingunni eru störf nú að færast frá meira menntuðu fólki í ríkari löndum yfir til fátækari landa og að hluta einnig að vélvæðast. Þú getur kalla þessa þróun "barnaleg viðhorf" en það breytir engu um að hún er að eiga sér stað. Það þarf ekki að leita langt til að finna fjölda dæma um það og þeim fjölgar með hverjum deginum. Hvað það hefur með snákaolíu að gera eða að leysa öll vandamál fólks er mér nú fyrirmunað að skilja. Þvert á móti er þetta áhyggjuefni fyrir okkur sem þurfum nú að takast á við nýjar aðstæður.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.6.2015 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.