Leita í fréttum mbl.is

Svona kannski rétta að benda fólki á nokkra hluti varðandi stöðu Þórunnar!

  • Hjúkrunarfræðingar eru ekki í BHM. Þau eru sjálfstætt félag utan BHM og semja sér. Þórunn kemur ekkert að þeirra semningum.
  • Fólk virðist alveg vera búið að gleyma að BHM er ekki einkafélag Þórunnar. Það eru 17 félög  sem eiga í þessari deilu.
  • Félögin í BHM voru komin í verkfall þegar að Þórunn var kjörinn formaður!
  • Það væri nú skolli skrítinn formaður sambands stéttarfélaga sem væri glaður með að lög væru sett á deilur félagana.
  • Þórunn var vissulega þingmaður á þessum tíma og þá var Eyjarfjallagosið í fullum gangi, hrunið ófrágengið og Ísland stóð á tæpasta vaði. Og til stóð að stoppa alla flugumferð til og frá landinu.
  • Þórunn hefur ekkert með það að gera hvaða tilboði viðkomandi stéttarfélög eru tilbúin að samþykkja.

Þetta bull í fólki að rugla saman fyrri störfum hennar og núverandi eru út í hött. BHM eru samtök háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins. Félögin er ólík og hvert þeirra með sína eigin stjórn og trúnaðarmannaráð. Þó þau hafi falið sameiginlegri samninganefnd að semja fyrir síg. Þá ræður viðkomandi samninganefnd ekki kröfugerð. Og þessvegna er alltaf verið að segja að samninganefndin þurfi að leita til baklandsins.

 


mbl.is Studdi lagasetningu fyrir 5 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rangt hjá þér. Áhrif af verkfalli flugvirkja voru mun minni á íslenskt samfélag heldur en núverandi verkfall. Það voru fjölmörg önnur flugfélög sem sinntu flugi til og frá landinu.

K (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 17:36

2 identicon

Óhæfan í þessu máli er að segja Þórunni óhæfa til starfa af því að hún sé í tilteknum stjórnmálaflokki. Það er ekkert annað en pólitískar ofsóknir sem eiga ekki heima í lýðræðisríki vilji fólk á annað borð iðka lýðræði í verki.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband