Leita í fréttum mbl.is

Svona smá orðsending til ríkisstjórnarinnar!

"Háttvirt" ríkisstjórn!

Þið sem þráið að vera elskuð! Jafnvel svo að þið leynið samningum sem þið eruð búin að gera til að geta haldið gríðarlega kynningu á því hvað þið eruð jú dugleg að berja á kröfuhöfum og ætlið sko að setja á þá skatt ef þeir semja ekki við ykkur!

Langar að benda ykkur á eftirfarandi:

Finnst ykkur skrítið að fólk krefjist verulega launahækkana þegar þið hafið verið í fjölmiðlum allt þetta kjörtímabil og sagt að framundan og nú sé í raun hafið gullaldarskeið hér á Íslandi. Kröfuhafar borgi milljarða hundraði í ríkiskassann ef ekki þúsundir milljarða.

Um leið þá lækkið tekjur ríkisins af sköttum t.d. með að afsala auðlegðargjaldinu, lækka veiðigjöld og boði enn meiri lækkanir skatta.

Þið semjið við lækna upp á tugi % Eðlilega af því að þeir væru annars ekki að koma til starfa eða myndu halda á braut.

Þið hlutuð að vita að læknar vinna á sama stað og geislafræðingar og Lífeindafræðingar sem og hjúkrunarfræðingar. Því getur það ekki komið ykkur á óvart að þau bera sig saman um laun og launakjör.

Hjúkrunarfræðingar eru örugglega jafn eftirsóttir starfskraftar víða um lönd og læknar. Og því hefur ykkur verið þetta ljóst frá því um áramót að þið þyrftuð að hækka þeirra laun til jafns við lækan eða í áttina að því.

En svo ég víki aftur að upphafinu. Það er til lítils að vera að reyna að kaupa ást þjóðarinnar á ykkur með því að gapa um alla velmegun og velsæld sem hér sé komin ef að fólk finnur hana ekki.

Það er nauðsynlegt fyrir ykkur að skoða það alvarlega að endurnýjun á hjúkrunarfræðingum er að verða alvarlegt vandamál því margar þeirra eru að nálgast eftirlaun og það eru ekki að koma inn nægur fjöldi af yngri og ný útskrifuðum í staðinn. Og því vantar stöðugt inn á sjúkrahúsin. Þá kjósa þær yngri að vinna ekki fulla vinnu heldur að vera í hlutastörfum svo þær geti m.a. tekið þátt í uppeldi barna sinna en sé ekki alltaf á kvöld og næturvöktum.

Þetta sama á við aðrar stéttir í heilbrigðiskerfinu.

Það er sagt að það muni allt að 25% á kjörum þeirra og sambærilegra stétta á almenna markaðnum og svo hafa þau bent á að greiðslur af námslánum nema nærri einum mánaðarlaunum á ári.  Og fyrir þetta eru  grunnlaun nýrra hjúkrunarfræðinga 304 þúsund.

Og sama á við Geislafræðinga og lífefnafræðinga nema að þeirra laun eru enn lægri.

 

Ríkisstjórn sem lækkar skatta á þá ríku hægri vinstri og efri millistétt auk þess að afsala sér ýmsum föstu tekjum áður en þessi mál voru kláruð, kaupir sér engar vinsældir og á enga vorkunn skilið. Aðilar á almennamarkaðnum gátu náð samningum en ríkið hefur haft lengri tíma en þeir til að ná niðurstöðu.


mbl.is Af Austurvelli á þingpallana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í ljósi þess að núverandi stjórnvöld klárar öll mál sem vinstri stjórnin gat ekki einu sinni hafið á 5 árum nema þá að skera heilbrigðiskerfið niður að beini þá er orðsendingin þin hlægileg.

Kalli (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 18:33

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona ef menn muna það ekki í ljósi fyrstu athugsemdar hér að ofan þá er rétt að minna á að þarna voru við í svo ömurlegri stöðu að við gripum til þess að eyða hvað um 1 milljarði í landkynningar inspired by iceland. dreifðum myndböndum um allan heim og vorum virkilega hrædd um stöðu okkar. Eyjafallajökul gaus á þessum tíma og var að loka flugvöllum um alla Evrópu og hópar afboðuðu sig í rööðum sem höfðu ætlað að koma hingað!

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.6.2015 kl. 19:32

3 identicon

Afhverju skattlagði þá síðasta stjórn ekki þrotabúin ef það vantaði peninga?

Kalli (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband