Leita í fréttum mbl.is

Olíuhreinsunarstöð á Vestfirði?

Ríkisstjórnin hefur undanfarin ár haft uppi stór orði um að enginn annar iðnaður en stóriðja sé möguleg hér á landi þar sem að fyrirtækjum í örðum greinum finnist við ekki fýsilegur kostur. Það sé orkan sem þau séu að sækja hingað og því sé það aðeins álver sem koma til greina.

Síðan hlustar maður á fréttir í Sjónvarpinu í kvöld og Kastljós þar sem að reyfaðar eru hugmyndir um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Skv því sem sagt var þá notar hún aðeins 15 megavött sem er nú brotabrot af því sem álver notar og þarf ekki einusinna að virkja neittt fyrir það., hún lætur frá sér um 1/10 af þeim mengunarefnum sem koma frá álveri. Hægr að staðsetja hreinsistöðinna afskekkt þannig að hún blasi ekki við. Og síðast en ekki síst þá skaffar svona hreinsistöð um 500 ársverk.

Það er nátturulega nokkur atrið sem valda manni áhyggjum en það eru þessi olíuslys og lekar sem maður heyrir um.  En á móti kemur að umferð olíuskipa er víst sífellt að aukast norður fyrir Vestfjörðum þannig að þessi hætta er að einhverjuleiti til staðar.

En samt hugsar maður að ef þetta er gerlegt þá hefði verið hægt að byggja svona stöð á Reyðarfirði og ekki þurft að virkja Kárahnjúka og 500 manns fengi störf í stað 450 í Reyðaráli.

Það ef að minnst kosti rétt að skoða kosti þessa verkefnis og galla sem og áhættur við það.

Frétt af www.ruv.is

Tillaga um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum

Íslenskir og rússneskir athafnamenn eru langt komnir með hugmyndir um að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Náist samvinna við stjórnvöld gæti stöðin risið á næstu fjórum árum og þar skapast rúmlega 500 störf. Athafnamennirnir segja að mengun frá stöðinni yrði vegin upp með hreinna eldsneyti á bíla- og skipaflota landsmanna og líkur séu á að bensínverð í landinu lækki.

Fyrirtæki sem heitir Íslenskur hátækniiðnaður, þar sem aðaleigendur eru Ólafur Egilsson og Hilmar F. Foss, hafa tekið höndum saman við rússneska fyrirtækið Kata Mag-Nafta, dótturfyrirtæki Geostream, með hugmyndir um hreinsistöðina. Samkvæmt heimildum fréttastofu Sjónvarps hafa mjög stórir fjárfestar líst áhuga á að taka þátt ef grænt ljós verður gefið hjá stjórnvöldum og viðkomandi sveitarfélagi. Hugmyndin er að framleiðslugeta stöðvarinnar verði 150.000 tunnur á dag og þar muni starfa 500-700 manns, þar af um fimmtungur háskólamenntaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband