Leita í fréttum mbl.is

Þessi fyrirtæki geta keypt fyrirtæki stanslaust en ekki lækkað verðin hjá sér.

Einkavæðing símans áttir að leiða til þess að samkeppni ykist og þar með að við fengjum þjónustu á hagstæðara verði. En manni sýnist að allt tiltækt fé sé notað til að kaup sem mest upp af litlum aðilum sem eru að reyna  fóta sig á markaði. Samkeppni hér á landi virðist vera þannig að fyrirtæki keppast við að halda sinni markaðshlutdeild með því að kaupa þá sem fara inna á markðain. Og síðan að halda svona svipuðu verði og hinn risinn á markaði. Síðan er ógrinni eytt í auglýsingar til að reyna að veiða fólk í viðskipti. En samt ekki boðið hagkvæmari verð. Maður hefði haldið að Síminn sem stærsti aðilinn á markaði ætti að vera með hagstæðustu verðin.

Frétt af mbl.is

  Síminn kaupir Sensa
Viðskipti | mbl.is | 16.4.2007 | 17:20
Síminn hefur gengið frá kaupum á öllum hlutabréfum í þjónustufyrirtækinu Sensa ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð er trúnaðarmál. Markmið með kaupunum er að styrkja enn frekar þjónustu og ráðgjöf Símans til fyrirtækja bæði innanlands og erlendis.


mbl.is Síminn kaupir Sensa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi fyrirtæki munu ekki lækka verðin hjá sér meðan það er í deiglunni hjá þeim að kaupa upp alla samkeppni á landinu. Eina leiðin til að sporna við þessari leiðinda þróun er að hætta að eiga í viðskiptum við þessi fyrirtæki.

Jón Netör (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 09:13

2 identicon

Örfár línur til að skerpa á sjónarmiðum Símans í þessari umræðu og vona ég að þau varpi skýrari ljósi á kaupin. Markmiðið að skapa aukið virði til viðskiptavinaStefna Símans á fyrirtækjamarkaði er m.a. að færa sig nær sérhæfðri ráðgjöf og innleiðingu samskiptalausna og eru kaupin á Sensa liður í þeirri stefnu.  Markmið Símans með kaupunum eru margþætt, en ekkert þeirra fellur undir að vera að kaupa sér markaðshlutdeild, enda starfa Síminn og Sensa ekki á sama markaði.   Aukin þjónustaAð efla þjónustu sína er eitt af mikilvægustu stefnuþáttum Símans, og setur fyrirtækið sér metnaðarfull markmið varðandi þjónustu.  Eitt af þeim er að svarhlutfall í Þjónustuveri fari aldrei undir 95% og hefur það markmið náðst í öllum vikum ársins utan einni.  Kaupin á Sensa styðja mjög vel við þessar áherslur Símans þar sem eitt af lykilmarkmiðunum með kaupunum er að styrkja þjónustu og ráðgjöf Símans til fyrirtækja innanlands sem og erlendis.   Aukið virðiSensa er öflugt ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki og munu kaupin á því færa viðskiptavinum Símans aukið virði, þar sem fyrirtækin munu vinna þétt saman með viðskiptavinum í að bjóða upp á samþáttaðar lausnir sem mæta kröfum þeirra, og þannig skapa aukin ávinning fyrir viðskiptavini.  Aukin tækifæri í útrásMarkmiðin með kaupunum ná ekki eingöngu til innanlandsmarkaðar, heldur verða kaupin á Sensa mikilvægur þáttur í starfsemi Símans erlendis og styðja vel við þá stefnu beggja fyrirtækja að fylgja eftir íslenskum fyrirtækjum í útrás og tryggja að þau fá jafn góða þjónustu og virði erlendis og þau njóta hér heima.    

Linda Waage (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 10:58

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það ber að þakka svona svör en samt sem áður þá finnst mér að tilhneigingin hafi verið sú og ekki bara í síma og fjarskiptalausnum og hin stóru fyrirtæki takist á við samkeppni helst með þvi að útrýma samkeppni með uppkaupum á samkeppnisaðilum fremur en að taka slaginn og bjóða betri kjör. Stundum er hin almenni kaupandi að leita að verðum fremur en að borga fyrir þjónustu sem hann kannski aldrei þarf að nota.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.4.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband