Leita í fréttum mbl.is

Ég verð nú að segja að það er með afbrigðum hvernig arkitektar hanna viðbyggingar.

Það virðist með öllu horfið að arkitektar horfi til þess að byggja viðbyggingar við hús eða ný hús við hlið eldri húsa þannig að það sé einhver almennileg samsvörun milli húsana í stíl. Maður hélt að hús eins og Morgunblaðshöllinn í miðbænum og fleir hús þar hefður sýnt mönnum fram að huga að  þeim stíl og húsum sem fyrir eru. En í dag finnst manni flestar slíkar byggingar vera stílbrot.

Fyrir utan þetta er skrítið að þessi 15 hæða skrifstofu og verslunarbygging er beint á móti annarri sem er verið að byggja og er 20 hæða. Þarna eru því að bætast við verslunar og skrifstofuhúsnæði á svæðinu einir 40 þúsund fermetrar. Og beint á móti Smáralind hinum megin við Reykjanesbraut er að fara að rísa gríðarstórt verslunar og skrifstofu hverfi þar sem hesthúsinin eru nú. Því er manni spurn hverjir ætla að nota allt þetta húsnæði?

Loks ber þess að geta að nú þegar er umferð að verða gífurleg þarna við Smáralind og með þessu tvöfaldast hún.

Frétt af mbl.is

  Fyrsta skóflustungan tekin að Norðurturni við Smáralind
Innlent | mbl.is | 17.4.2007 | 23:25
Tölvumynd af Norðurturni. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, tók fyrstu skóflustunguna að Norðurturni við Smáralind í dag. Um er að ræða fimmtán hæða verslunar- og skrifstofubygging, samtals um 16 þúsund m², ásamt þriggja hæða bílastæðahúsi sem rúma mun um 800


mbl.is Fyrsta skóflustungan tekin að Norðurturni við Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Frjáls markaður sér til þess að allt þetta rými verði notað. Þó að þú sjáir ekki hver muni nota þetta þá er í dag greinileg eftirspurn eftir skrifstofu húsnæði því annars væri ekki verið að byggja þessar bygginar. Á frjálsum markaði eru menn ekki að fjárfesta nema þeir eigi von á gróða.

Fannar frá Rifi, 18.4.2007 kl. 00:34

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jæja Fannar vona að þú hafir rétt fyrir þér. Það var nú hérna fyrir um 10 árum að hér stóðu mörg þúsund eða hundruð þúsunda fm af slíku húsnæði ónotað. Held að frjálsmarkaður geti nú líka tekið áhættur sem ekki takast. T.d. stendur alltaf hluti húsnæðis í Smáralindinni ónotað. Og þetta hús á að byggja við hana. Hinn turnin er við Rúmfatalagerinn og Jakup sem á hann er líka að fara að byggja hinummegin við Reykjanesbrautina. Híðarsmárinn í Kópavogi stóð að mestu tómur í nokkur ár þar sem ekki seldist þar. Þannig að það þarf ekki mikið útaf að bregða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.4.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband