Leita í fréttum mbl.is

Sannleikurinn um tilboð ríkisins til hjúkrunarfræðinga!

Skv. mínum upplýsingum var tilboðið þetta:

  • Samningur til 4 ára
  • 17,5% hækkun
  • Sem gerir um 4,35% hækkun á ári á samningatíma að meðaltali
  • Samningur sem er víst lakari en framhaldskólakennarar fengu og engar kynbundnarleiðréttingar á launum hjúkrunafræðinga gagnvart öðrum stéttum í boði.

En það sem Bjarni gerði líka í þessu viðtali var að hann rauf trúnað sem aðilar í samningaviðræðunum eru bundnir. Og ef menn gera það er nú betra að fara rétt með tölur.


mbl.is „Hann er greinilega að námunda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju er alltaf talað um "ríkið" sem andstæðing? Almenningur allur er ríkið! Það liggur fyrir að eina raunverulega kjarbótin er að  beita tafarlaust sértækum aðgerðum með lgöum, sem hamala því að allar launahækkanir fari beint út í verðlag og þyngi skuldaklafa venjulega fólks. Verðtryggingin er auðmanna verk, og þeirra auðvirðulegu þjóna, og er hægt að hafa með ýmsum hætti, öðrum en það sem heitir OKUR hjá öllum siðmenntuðum þjóðum, og er þar bannað. Okurlögin voru afnumin á Íslandi, til að þetta arðrán geti  átt sér stað!

Ítarefni,skýrt og skorinort, þó ekki sé skoðað nema myndin!:

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast

Almenningur (IP-tala skráð) 22.6.2015 kl. 01:03

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Magnús Helgi.: Það ert ÞÚ sem ert að semja við BHM! Allt sem ÞÚ semur um við BHM, sem er samansafn opinberra starfsmanna, hefur áhrif á lánin ÞÍN, verð á matvöru og annars til ÞÍN, vegna þess að ef opinberir starfsmenn fá mikið meira en hinn almenni launamaður á hinum almenna markaði, hefur þegar samið um í þessari samningalotu, falla samningar á hinum almenna markaði og tannhjól verðhækkana og vísitölu hefst á ný. Hvað er það sem veldur því að fólk virðist ekki geta skilið þetta? Ég er ekki að réttlæta verðtryggingu með orðum mínum. Finnst hún fáránleg, en staðan er sú, að höggva þarf á þennan hnút Núna! Það er ekki boðlegt að launaþrætur ógni lífi fólks. Það er einfaldlega ekki í boði. Ef þessi kjaradeila er ekki eldur á bál einkavæðingar í heilbrigðisgeiranum, þá veit ég ekki hvað. Það er ef til vill draumurinn hjá BHM, eða hvað?

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 22.6.2015 kl. 02:43

3 identicon

Á meðan svona tölur eru í spilunum í launahækkunum er tómt tal að tala um afnám verðtryggingar.

Stebbi (IP-tala skráð) 22.6.2015 kl. 08:57

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er ekki að semja eitt né neitt. Ég er vissulega í BHM en Hjúkrunarfræðignar eru það ekki!

Ég er starfsmaður sveitarfélags og er ekki með lausa samnnga.  Ég sjalfur hef ekki kvartað undan launum mínum persónulega.

Ég hinsvegar er mjög ósáttur við að að fólk fái ekki háskólamenntun metna að neinu ráði hér á landi. Sér í lagi fólk sem vinnur með fólki. Þ.e. þeir vaka yfir líðan okkar þegar við erum veik.

Enda geta menn hugsað dæmið þannig að við eyðum milljónum í að mennta fólk til að vinna á sjúkrahúsum okkar en í raun eru þau í dag líklegri til að fara erlendis að vinna. Þannig að við erum þá að mennta hjúkruarfræðinga fyrir Norðmenn.

En við erum að tala um sétt sem er óánægð skiljanlega því þau eru fá 304 þúsund í byrjunarkaup. Ef að þessar tölur væru samþykktar þá væru þær að hækka um 13 nþúsund eða upp í 317 þúsund á mánuði fyrsta árið og svo eins næstu 4 árin. Og þá komnar hvað upp í 360 þúsund eftir 4 ár og lægstu laun á landinu yrðu þá kominn yfir 300 þúsund skv. samningum á almenna markaðnum.  Finnst bar út í hött að láta það gerast enda enginn sem mundi leggja milljónir í að mennta sig í störf ef að sú fjárfesting borgar sig ekki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2015 kl. 10:42

5 identicon

Sammála þér þar, MHB Menntun borgar sig aðeins upp að vissu marki í dag. Hagkerfin hafa einfaldlega breyst og rammskekkst síðustu áratugi. En vítisvélina verður að stöðva. Fjármangseigendur og sjálftökumafían nota hana sem svipu á almúgann. Aðeins almenningur getur gert það með samtakamætti og andófi. Fjármangseigendur og sjálftökumafían nota hana sem svipu á almúgann. Verðbólgudraugurinn er manngerður, en ekki náttúrulögmál eins og logið er upp,heldur gengur þvert á þau. 

Almenningur (IP-tala skráð) 22.6.2015 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband