Leita í fréttum mbl.is

Hvað er þetta með Kópavog? - Bæjarskrifstofur í verslunarmiðstöð?

Nú berast fréttir af því að flytja eigi bæjarskrifstofur Kópavogs í Turninn vandræðalega sem er að klárast loks við Smáralind.

Þar á að kaupa 2 hæðir. Heyrði þetta fyrir einhverjum mánuðum eða misseri en trúði því ekki. Hvaða bæjarfélag setur skrifstofur sínar í klasa með öðurm skrifstofum og verslunum. Væntanlega fer t.d. þangað barnavernd og fleiri og ekki víst að þeir sem þangað þurfa að sækja vilji sækja á svona svæði.

Eins vekur furðu að flytja sig úr húsnæði upp á 4500 fm yfir í húsnæði sem er um 1000 fm minna. Vona að ekki eigi að vera þarna með opið vinnurími þar sem allir eru í sama salnum því að fólk sem þarf að vinna í samskiptum við fólk kvartar stíft yfir þannig vinnuaðstöðu því þar er ekkert næði. T.d. heyrt það hjá fólki sem vinnur hjá Reykjavíkurborg.

Þá eru þarna væntanlega viðkvæmar stofnanir eins og félagasmálastofnun og barnavernd.

Svo fer það í taugarnar á mér að m.a. sé verið að bjarga byggingar aðilum þar á meðal BYGG um trygga kaupendur til að geta selt restina. BYGG var jú að byggja þennan turn þegar allt fór á hausinn og svo núna fá þeir þá hagnað af kaupum bæjarins af þessu.

Svo finnst mér bara út i hött að bæjarskrifstofur séu á kannski 4 til 6 hæð í Norðurturni Smáralindar.  Auk þess væri gaman að vita hvar bæjarstjórnarsalurinn verður og ýmislegt mjög óljóst. Ekkert verið talað um þetta.

Sem minnir mig á að ég hef alltaf ætlað að tala um að Björt framtíð í Kópavogi og eins í Hafnafirði koma út sem mjög ólýðræðislegur flokkur þar sem þau eru í bæjarstjórnum. Það er ekkert borið undir bæjarbúa sem þar búa. Heldur bara sett undir sig hausinn og gert eins og Sjálfstæðisflokkurinn vill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband