Leita í fréttum mbl.is

Vitlausar spurningar

Þegar verið er að spyrja fólk um hvort skattar séu hæfilegir eða of háir er nú líklegt a flestir væru á því að skattar séu of háir. Það vilja náttúrulega flestir borga minna. En ef fólk væri spurt hvort að það ætti að lækka skatta og fólk þá að borga meira fyrir þá þjónstu sem það fær frá ríkinu í staðinn væri ég ekki viss um að svörinn yrðu eins. En menn hljóta að gera sér grein fyrir því með því að lækka skatta en frekar kemur sá tími að kosnaðrhlutdeild almennnigs hlýtur að aukast. t.d. í skólum, heilbrigðisþjónustu, samgöngum (vegtollar).

Frétt af mbl.is

  Mikill meirihluti segir 35,72% tekjuskatt of háan
Innlent | Morgunblaðið | 20.4.2007 | 5:30
Um þrír af hverjum fjórum telja að 35,72% skattur sé of hár en um einn af hverjum fjórum segir að hann sé hæfilegur, samkvæmt nýrri símakönnun Capacent Gallup. 10% fjármagnstekjuskattur og 18% skattur á tekjur og hagnað fyrirtækja er hins vegar hæfilegur, að mati ríflega helmings svarenda.


mbl.is Mikill meirihluti segir 35,72% tekjuskatt of háan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurðu einhvern tíma heyrt "orðatiltækið": "Stundum getur minna þýtt meira"? Það á vel við þegar að skattar eru annars vegar.

Hafsteinn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 11:04

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta á við með fyrirtæki. Hjá einstaklingum verða ekki til meir fjármundir við skattalækkun en hjá fyrirtækjum eykst framlegð og fyrirtækið stækkar selur meira og hagnast meira og borgar meir skatt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.4.2007 kl. 11:57

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gleymdi náttúrulega nokkrum atriðum

  • Samneysla okkar kostar náttúrulega áfram það sama þó að skattar séu lækkaðir. Liðir eins og heilbrigðisþjónusta, menntun, félagsleg úrræði, samgöngumál og svo framvegis.
  • Þessu þurfa skattar að standa undir.
  • Ef að skattar lækka umfram þetta þá hlýtur það að leiða til þess að fólk þarf að greiða meira sjálft af þessum þáttum.
  • Laun hækka ekki við lægri skatta. Þannig að greiðslur frá hverjum og einum verða lægri og þar af leiðandi minnkandi innkoma til ríkisins.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.4.2007 kl. 12:22

4 identicon

Þú tekur ekki með ýmislegt í reikninginn hjá einstaklingum:

Nr. 1: Skattsvik ættu að lækka og taka á mun harðar á þeim en gert er í dag. Þetta eru fjármunir sem eru að tapast í dag.

Nr. 2: Hagfræðilegir hvatar. Lægri skattar hvetja fólk alveg örugglega til að vinna meira en hærri skattar.

Nr. 3: Það er réttlætismál að skattar séu eins lágir og mögulegt er. Ríkissjóður er að skila miklum afgangi og þó það sé auðvitað í sjálfu sér jákvætt þá þýðir það að hægt er að standa undir kerfinu eins og það er núna. Annað mál er að ef kerfið væri hins vegar einfaldað (m.a. að hætta þessari fáránlegu tekjudreifingarleið skattkerfisins) þá myndu sparast miklir fjármunir.

Hafsteinn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 13:12

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég held að skattsvik verði nú eftir sem áður þó að tekjuskattur lækki. Skattsvikin eru meira í virðisauka og svört vinna verður áfram.

Ríkissjóður er að hagnast kannski núna en það er tímabundið vegna þennslu. Sveitafélög eru jú aftur að berjast í kring um og fyrir neðan núllið. ´

Ég er ekkert á móti því að hér væri tekin upp flatur skattur í staðinn þar sem að allir og fyrirtæki líka borguðu  í kring um 20% skatt. Mér skilst að innkoma í ríkssjóð yrði svipuð

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.4.2007 kl. 13:23

6 identicon

Skattsvik verða alltaf vissulega, en ef tekið væri harðar á þeim þá og eftirlit hert þá væri hægt að lækka skatta.

Flatur skattur í 20% er alltof hár. Hann á að vera ca. 12-15% og með einfaldara skattkerfi þar sem þessi meinta tekjujöfnun verður tekin út væri öllum til bóta.

Svo þýðir ekkert að gera lítið úr svona könnunum. Þú talar um vitlausar spurningar og segir að auðvitað vilji fólk borga minna en segir svo að ef spurningin væri orðuð svona eða svona þá kæmi annað hljóð í strokkinn. Með þessu ertu hálfpartinn að gefa í skyn (meðvitað eða ómeðvitað) að fólk sé heimskt og geri sér ekki grein fyrir því hvað svör þeirra þýði í svona könnunum. Því er ég ekki sammála. Þetta eru skýr skilaboð til þeirra sem koma til með að stjórna landinu eftir kosningar (hverjir sem það nú verða) að fólk vill áframhaldandi skattalækkanir!

Hafsteinn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband