Leita í fréttum mbl.is

Gunnar í Krossinum fær góða kveðju

Var að lesa grein í Fréttablaðinu í dag eftir Einar Sigurbjörnsson þar sem hann svarar Gunnari í Krossinum varðandi bilbíu þýðingunna hina nýju. Skil ekki hvernig menn geta rifsit svo yfir riti sem sannanlega er safnrit flökkusagna sem safnað var á einn stað. T.d. hefur mér verið sagt að Mósebækurnar séu rit sem eru ekki í réttri tímaröð miðað við hvenær þær urðu til. Þá er mér sagt að dæmisögur Jesú séu margar hverja gamalar flökkusögur sem eigi uppruna sinn hundruð eða þúsund ár fyrir þann tíma þegar hann var uppi.

En semsagt að Gunnar telur sig umkominn að segja að þeir sem valdir hafa verið til þess að fara yfir íslensku þýðingunna séu bara að gera vitleysur.  En þessi grein er skemmtileg

 

Fréttablaðið, 20. apr. 2007 16:54


Ég snýti mér í foragt!

Ég snýti mér í foragt!
Einhver bóndi austur í sveitum hafði þetta að orðtaki þegar honum var ofboðið og geri ég það að mínu andspænis ummælum Gunnars Þorsteinssonar, sem kenndur er við Krossinn, um hina nýju Biblíuþýðingu í Fréttablaðinu mánudaginn 16. apríl síðastliðinn: Ég snýti mér í foragt! Athugasemd Kurts heitins Vonnegut um einhvern gapuxa fyrir nokkrum árum á líka vel við: What a searching mind! Aldrei hefur Gunnar þessi haft fyrir því að snúa sér til þýðingarnefnda Biblíunnar eða ritnefndarinnar, hvað þá sent formlegar athugasemdir. Í stað þess hefur hann staðið og haft uppi stór orð og blandin lygi um að þýðingin sé „ekkert annað en árás á menningu okkar og bókmenntir og ekki síst sjálfan kristindóminn". Innblásni textinn er Biblían 1981! En áður en Gunnar Þorsteinsson reytir af sér allt skegg og stendur alblóðugur frammi fyrir alþjóð í ákafa sínum fyrir innblásnum texta langar mig til að segja honum og öðrum frjálsum forstöðumönnum einn brandara: Biblían 1981 sem Gunnar kaupir nú í kassavís handa sauðum sínum er að stofni til sú Biblía sem kærð var til Englands árið 1908 af mönnum sem töldu að sú þýðing væri árás á kristindóminn og að þýðendurnir væru hættulegir falsarar! Ef Gunnar Þorsteinsson vill græða á því að selja þann texta sem hinn innblásna texta Biblíunnar þá hann um það. En ég snýti mér í foragt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ætli sé að ef Biblíuþýðingar þurfa að vera kærðar til Bretlands? Hvað gengur mönnum til að láta þýðingar valda usla ? 

Gallinn við þýðingar er sá að þær geta verið rangar. T.d þá er gríska orðið "baptismo" þýtt sem "skírn" . Baptismo þýðir kaffæring, niðurdýfing. Gríska orðið "epirotima" er þýtt sem bæn en þýðir í raun "svar".

Páll postuli sagði: "við framgöngum ekki með fláttskap né fölsum Guðs orð" og það er vonandi að hver og einn sem kemur að Biblíuþýðingum geri það af kostgæfni.  Ég held að meginþorra manna sé ljóst að góð þýðing Biblíunnar hafi innbyrðis styrkingu bókarinnar.

Snorri í Betel 

Snorri í Betel (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú skrifaðir þennan pistil þinn af vanþekkingu, Magnús, einkum þar sem þú sagðir, "að dæmisögur Jesú séu margar hverjar gamalar flökkusögur sem eigi uppruna sinn hundruð eða þúsund ár fyrir þann tíma þegar hann var uppi." Reyndu ekki svona billega að ýta Biblíunni út af borði þínu, hún verðskuldar annað og meira, -- og heldur ekki að reyna í augljósum þekkingarskorti þínum að takast á hendur að kenna öðru fólki þessi léttvægu hjáfræði þín. Því að aukageta hlýtur þetta að vera hjá þér, þessi yfirborðssnerting þín við Biblíuna, og eitthvað hlýturðu að kunna betur í öðrum fræðum, vísindum eða verktækni -- þess vegna á orðið "hjáfræði" afar vel um þessa afspurnar- (Gróusögu-) fræðslu þína. Gangi þér betur næst!

Jón Valur Jensson, 21.4.2007 kl. 16:33

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég lærið þetta með sögur Jesús í sagnfræði í framhaldsskóla. Þar var sagt að uppruna margar þessara sagna hafi verið rakin til Persíu og/eða svipaðra staða. Sá sem kendi okkur var að kenna okkur um þróunn mismunandi menningaheima frá því nokkur þúsund árum aftur í tímann. Hann var prest lærðuðr og var ekkert að draga úr gildi þessara sagna. Það er svo mín túlkun að bók sem er tekin saman eftir lát Jesú og þar sem að flestar sögur sem lifðu meðal manna voru sagðar mann fram af manni geti ekki verið orðréttar eftir frumheimildum. Og nokkuð ljóst að þær voru skrifaðar af mönnum enda eru þetta mest frásagnir af veru Jesú hér á jörðinni þann stutta tíma sem hann á að hafa lifað hér. Það er svo einnig mín skoðun að hann hafi á þeim tíma einbeitt sér að því að þróa og umbylta rotnu þjóðfélagi sem þá var þarna í Mið-Austurlöndum og verið jafnaðarmaður sem síðar var tekinn í Guða tölu. En þetta er bara mín útlegging.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.4.2007 kl. 17:49

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, svo sannarlega, Magnæs, reyndar ekki "útlegging", heldur tilbúningur. En hvaða prestlærði maður var þetta? -- Svo virðistu telja, að "flestar sögur [Jesú] sem lifðu meðal manna [hafi verið] sagðar mann fram af manni," rétt eins og um margar kynslóðir hafi verið að ræða, í stað þess sem rétt er, að samtíðarmenn hans, sem enn voru uppi, skráðu söguna. Það er margt í þessu, sem þú þarft að kynna þér betur. Annars eru dæmisögurnar ekki sjálfur kjarninn í því, sem Nýja testamentið snýst fyrst og fremst um, þótt þær lýsi á sinn hátt eðli og útbreiðslu Guðsríkisins og komi inn á eðli eða stöðu Mannssonarins sjálfs, t.d. í sögunni um meyjarnar sem undirbjuggu sig með svo ólíkum hætti fyrir brúðkaupið. -- Þótt Biblían sé skrifuð af mönnum, er boðskapur hennar frá Guði.

Jón Valur Jensson, 21.4.2007 kl. 19:10

5 Smámynd: Linda

Hæ, veistu ég er nýbúin að skrifa um rit sem heitir Didache þetta rit er afar gamalt og það hermir að það gæti verið frá 60 eftir krist.  Málið er ekki flókið, Jesú er frábær, við erum það ekki, sem betur fer vissi hann þetta og gaf okkur náð.  Ég er búin að heyra svo margar sögur um nýju þýðinguna að ég bara verð að kíkja í hana þegar hún kemur út og sjá hvað er satt eða rangt með farið.    Enn þegar Kristnir fara að gríta aðra kristna þá er mér bara nóg boðið, enn hvort að Biskup hafi verið að því tja það má ræða endalaust.  Enn Gunnar verður að svara fyrir sig, og sem fyrst.  

Linda, 23.4.2007 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband