Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn og athafnastjórnmál.

Eins og þeir sem hafa slysast hingað inn vita þá les ég www.jonas.is oft mér til skemmtunar. Hann kemst oft vel að orði og hefur þróað knappan stíl sem segir margt í nokkrum setningum. Hér eru 2 dæmi frá þvi í dag:

22.04.2007
Loforð til ills
Um leið og rannsókn sýndi, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið allan þorra síðustu kosningaloforða, stórjókst fylgi flokksins. Kjósendur hans kæra sig nefnilega sumir kollótta um kosningaloforð og aðrir þeirra vona fremur en hitt, að þau verði svikin. Loforð kosta nefnilega peninga, sem kjósendur flokksins telja afleitt. Þeir telja hlutverk ráðamanna flokksins vera að tryggja fjörugt atvinnulíf og fulla vinnu, gott svigrúm fyrir athafnir fólks. Flokknum hefur tekizt að halda úti sveiflu og spennu síðustu árin. Meira heimta kjósendur ekki. Er það ekki bara í lagi?

22.04.2007
Athafnastjórnmál
Ég fær gæsahúð, þegar ég heyri pólitíkus tala um athafnastjórnmál. Athafnir eiga heima í atvinnulífinu, þar sem menn taka áhættu. Pólitíkusar taka hins vegar enga fjárhagslega ábyrgð af áhættu á kostnað greiðenda skatts og útsvars. Athafnapólitíkusinn er vinur verktaka, sem vilja reisa háhýsi á dýrum lóðum ofan í gömlum hverfum. Sem vilja reisa orkuver á ábyrgð ríkisins og á kostnað orkunotenda. Sem vilja reisa flugvöll og íbúðir úti í sjó. Athafnastjórnmál eru fínt orð um pólitíkusa, sem ekki hafa vaxið upp úr sandkassa og spillingu. Þeir eru hættulegir.

(www.jonas.is )


 

Helvíti er ég sammála honum núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Magnús Helgi þetta er  mjög áhugavert að lesa,vel skilgreint og tekur einmitt vel á þeim á sandkassa og spillingar pólutík athafnastjórnmála.Ég rakti nýlega á blogginu mínu,að helstu kosningaloforð Sjálfstæðisfl. fyrir kosningarnar  2003 ,sem voru 20 talsins höfðu þeir brotið 13,en staðið að hluta til við 7.Kjósendur láta sig þetta engu skipta samk.skoðanakönnunum og styðja þá.Þetta er sennilega það alvarlegasta við ísl.stjórnmál.Kjósendur fylgjast ekki með framvindu stjórnmála,enda talið að um 10-15% geri það.Það er ekki mikið pólutískt aðhald,sem kemur frá kjósendum við slíkar aðstæður. 

Kristján Pétursson, 22.4.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband