Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar ástæður fyrir að kjósa ekki Framsókn og Sjálfstæðismenn -Kafli 1

Hef verið að lesta nokkur blogg þar sem er að finna nokkrar góðar aðstæður fyrir því að kjósa ekki núverandi stjórnarflokka:

Hjá Sveini Arnarsyni fann ég þetta:

Menn eru fljótir að gleyma atburðum í íslenskum stjórnmálum. Svo fljótir að gleyma að menn kjósa yfir sig stórglæpamenn, svindlara og menn sem halda að þeir séu yfir allt hafnir aftur og aftur. Ég vona að þeir geri það vegna gleymsku, en ekki vegna pjúra illsku. 

  • Árni Johnsen stórglæpamaður, það sem meira er að hann sýndi einbeittan brotavilja......
  • Sturla Böðvarsson, ekki gleyma prófkjörinu fyrir fjórum árum hjá íhaldinu, kosningasvindl....
  • Björn Bjarnason sagði að jafnréttislög væru barn síns tíma, en eiga menn samt sem áður ekki að fara eftir lögunum. hafinn yfir lög og rétt sjálfur dómsmálaráðherra.
  • Davíð og Halldór - Voru fljótir að hverfa eftir ógeðslegustu ákvörðun allra tíma sem tekin hefur verið af pólitíkusum fyrir hönd lands, þjóðar og þjóðfána. Þarf ég að segja hvaða mál það er.
  • Kristján Þór Júlíusson, svífst einskis og ákveður að fá 7 milljónir úr bæjarsjóði, toppdjopp fyrir kosningabaráttu. 
  • Árni Magnússon, fyrrv ráðherra. braut lög og fannst það ekkert ámælisvert, sagði bara að dómarinn hafi gefið honum gult spjald. hann á að setja og framfylgja lögum

Hjá Kristjáni Pétursyni fann ég þetta :

Það er engin furða þó aðeins 27% þjóðarinnar treysti löggjafarvaldinu, þegar fyrir hverjar kosningar eru búnir til langir loforðalistar um úrbætur á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins,sem jafnharðan eru sviknir.Ríkisstjórnin ætlar sér sýnilega að slá út öll fyrri kosningaloforð fyrir komandi kosningar,enda slá þau hátt í 100 miljarða þakið.Þjóðin á að vita af fenginni reynslu,að þetta eru hreinar blekkingar og taka ekkert mark á þeim.

Á þessum svikna loforðalista er fjöldi stórmála,sem varða þjóðina miklu.Má þar m.a.nefna:

  • Ákvæði verði sett í stjórnarskrá  um að fiskistofnarnir við landið séu sameign þjóðarinnar.
  • Sjúkratryggingar taki sambærilegan þátt í kosnaði vegna tannviðgerða og annarar heilbrigðisþjónustu.
  • Almennra verðtryggingu lána til skemmri tíma en 20 ára.
  • Lokið verði við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.
  • Fallið verði frá kröfum um ábyrgð þriðja á láni frá LÍN.Lögð áhersla á að lækka stórlega fasteignagjöld á eldri borgara.
  • Skylduáskrif af fjölmiðlum verði afnumin  nú þegar.
  • Að stimilgjöld af  verðbréfum verði afnumin.
  • Afnán tekjutengingar í námlánakerfinu svo námsmönnum sé ekki refsað fyrir vinnu.
  • Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu óviðunandi og engin á að þurfa að bíða eftir heilbrigðisþjónustu.
  • Hér eru aðeins nokkur dæmi tilgreind fyrir síðustu kosningar  af þessum makalausu loforðasvikalistum ríkisstjórnarfl.

Ég mun halda áfram að halda þessu til haga sem og að bæta við. Af nægu er að taka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband