Leita í fréttum mbl.is

Nær Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta? Athyglisverðar vangaveltur hjá Agli Helgasyni

Var að lesa pistil eftir Egil Helgason í kvöld. Þar er hann með vangaveltur um stöðu mála skv. nýjustu könnunum.

Hann segir m.a.

Ríkisstjórnin er á mörkum þess að geta haldið áfram af tveimur orsökum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sterkur og Íslandshreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn taka atkvæði sem mögulegt er að nýtist ekki í kosningunum. Það mætti jafnvel leika sér að þeirri hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn kynni að eiga möguleika á að ná hreinum meirihluta í fyrsta sinn í sögunni - ef mikið af atkvæðum falla dauð þarf kannski ekki nema 46 prósenta fylgi til þess.

Eins þá veltir hann fyrir sér stöðu Framsóknar og segir m.a.

Fylgi Framsóknar virðist ekkert vera að hressast, ólíkt því sem sumir höfðu spáð. Hver skoðanakönnunin á fætur aðra er áfall fyrir flokkinn. Þó er líkt og flestir ráðherrar Framsóknar séu þess fýsandi að sitja áfram í stjórn. Þeir eru góðu vanir. Þetta gæti þó staðið tæpt. Sumir þeirra detta væntanlega af þingi.

Það gæti farið svo að ríkisstjórnin hefði nauman þingmeirihluta og gæti þess vegna setið áfram, en að Framsóknarflokkurinn hefði einfaldlega ekki nægilega marga þingmenn til að manna ráðherraembætti og helstu nefndir. Þá yrði að endurhugsa allt stjórnarsamstarfið

Þetta er ekki glæsileg framtíðarsýn fyrir okkur næsta kjörtímabil. Sjálfstæðisflokkur einn í stjórn eða með Framsókn sem varaskeifu og sökum smæðar þeirra yrði Sjálfstæðisflokkur einráður.

Þá færi þjóðin fyrst að finna fyrir alvöru fyrir hægri stefnunni í allri sinn dýrð. Og einkavinavæðingin tæki þá við fyrir alvöru og allt sem hægt er að færa vinum og flokkeigendum Sjálfstæðismanna yrði fært þeim.

Nú í dag var farið að undirbúa okkur fyrir að húseignir ríkisins yrðu seldar fasteignafélögum. Síðan er búið að vera undirbúa okkur fyrir einkavinavæðingu Landsvirkjunar, sala Ríkisútvarpsins er komin af stað í dulargervi. Síðan verður það heilbrigðisþjónustan og annað það sem hægt er að færa gæðingum Sjálfstæðismanna.

Hér má finna þennan pistil Egils


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband