Leita í fréttum mbl.is

Ekki hægt að segja að hann hafi ekki reynt allt til að koma sér hjá dómi

Þetta kallar maður að reyna að bjarga sér frá dómi.

Fréttablaðið, 23. apr. 2007 04:30

Sagði kærustuna hafa rotað sig

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til ökuleyfissviptingar og 130 þúsund króna sektargreiðslu í Héraðsdómi Suðurlands vegna ölvunaraksturs.

Forsaga málsins er sú að lögreglan var kölluð að hesthúsi við Hellu af hinum ákærða sem kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás af hálfu sambýliskonu sinnar. Var maðurinn töluvert ölvaður og með skurð á augabrún sem blæddi mikið úr, en neitaði að þiggja læknishjálp. Yfirgaf lögregla því staðinn.

Skömmu síðar urðu lögreglumennirnir varir við manninn á ný þar sem hann keyrði um bæinn. Hann var handtekinn og tekið úr honum blóðsýni sem staðfesti að hann hefði verið ölvaður.

Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa ekið bifreiðinni en kvaðst ekki hafa verið ölvaður heldur hefði verið vodkapeli milli sætanna sem hann hefði drukkið úr eftir að lögreglan stöðvaði hann.

Þá sagði hann sambýliskonu sína hafa ráðist að sér að nýju og rotað sig eftir að lögreglan hefði yfirgefið hesthúsið. Hann hefði því verið ringlaður af höfuðáverka sem hann hefði hlotið fyrir vikið.

Dómurinn sagði frásögn ákærða alla tíð hafa verið á reiki, mótsagnakennda og ótrúverðuga.

(www.visir.is )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband