Leita í fréttum mbl.is

Vona að Ísland í dag hafi haft sín mál á hreinu

Vona að þau hafi unnið þetta almennilega. Það er afleytt ef að málefni eins og þetta er hægt að kæfa vegna mistaka fréttamanna. Því að fjölmiðlar geta verið gott aðhald á menn sem vilja brjóta á útlendingum. Að þeir viti að þessi mál geti komist í fjölmiðla.

Annar er ég svo vitlaus að ég átta mig ekki á því hvernig innlend starfsmannaleiga getur grætt svo mikið á að ráða hingað inn pólverja til að vinna. Nema þá að verið sé að borga þeim laun langt undir markaðslaunum. Og svo náttúrulega ef að leigurnar reka húsnæði sem þeir leigja þessum verkamönnum á orkurverði. Þannig má kannski ná verulegum hagnaði.

www.mannlif.is

Ísland í dag lögsótt

24 apr. 2007

Forsvarsmenn Húsaleigu ehf. og IntJob ætla að lögsækja Steingrím Ólafsson og Ísland í dag vegna meintra rangfærslna í þættinum þar sem fjallað hefur ítrekað verið um aðbúnað erlendra verkamanna. Aðstandendur þáttarins eru sakaðir um að leyna þeim staðreyndum sem koma Húsaleigu til góða og neita að birta viðbrögð aðstandenda fyrirtækisins. Þetta er að þeirra sögn gert til að ,,fréttir þeirra séu ekki eyðilagðar með staðreyndum." Ávirðingar Húsaleigu og IntJob eru alvarlegar ef sannar reynast. Yfirlýsingin Húsaleigumanna er birt í Morgunblaðinu en það blað er þekkt fyrir að birta með áberandi hætti klögumál á hendur öðrum fjölmiðlum ...

www.mbl.is

„Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag"

 Húsaleigu ehf. og IntJob óskuðu eftir birtingu eftirfarandi yfirlýsingar:

„Undanfarin misseri hefur dægurþátturinn Ísland í dag fjallað ítrekað um aðbúnað erlendra verkamanna á Íslandi. Margt sem fram hefur komið í umfjölluninni er misvísandi eða hreint út sagt rangt, þegar tekið er tillit til allra staðreynda málsins.

Í ljósi þeirra fjölmörgu rangfærslna sem fram hafa komið sjá forsvarsmenn Húsaleigu ehf. sig tilneydda til þess að leita réttar síns fyrir dómstólum. Lögmanni fyrirtækisins hefur verið falið að kæra Sölva Tryggvason, dagskrárgerðarmann hjá Íslandi í dag, Steingrím Sævar Ólafsson, ritstjóra þáttarins, og Jakob Skaptason, viðmælanda þáttarins í kvöld. Kært verður fyrir ærumeiðingar og rógburð. Þá verður farið fram á að fjölmörg ummæli í þættinum í kvöld verði dæmd dauð og ómerk og að ofangreindur viðmælandi verði dæmdur ómerkingur orða sinna.


mbl.is „Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning Íslands í dag"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband