Fimmtudagur, 23. júlí 2015
Bara svona áður en umræðan fer út í vitleysu!
Það hlýtur öllu hugsandi fólki að vera ljóst að þjóðerni mannsins sem grunaður er um að hafa smitaða konur hér á landi af HIV skiptir ekki mál. Þetta hefði alveg eins getað verið Íslendingur nú eða erlendur starfsmaður frá Evrópu.
Ef að maðurinn var að sofa hjá þessum konum án þess að láta þær vita eða gæta að nauðsynlegum vörnum þá verður hann væntanlega dæmdur ef hann vissi að hann var sýktur. Nú eða ef hann vissi yfirhöfuð hvernig þessi sjúkdómur hagar sér.
Eins fyrir ykkur sem hatist við útlendinga sem hingað vilja flytja er gott að átta sig á eftirfarandi:
- Nú í dag vantar okkur þegar fólk til starfa. Þetta má m.a. sjá af því að erlendir aðilar eru orðnir í meirihluta í störfum sem við viljum ekki vinna. Eins og ræstingum, fiskvinnslu, fatahreinsun og fleira og fleira. Byggingariðnaður er að flytja aftur inn fólk í stórum stíl því það eru ekki til iðnaðarmenn hér.
- Og þannig mun þetta verða ef að hagvöxtur og aukin landsframleiðsla á að verða. Íslendingar eru bara 330 þúsund og þar af um 180 þúsund sem eru á vinnualdri. Þeir eru nær allir í vinnu í dag og ef fyrirtæki ætla að opna eða stækka við sig þá eru ekki til fólk til að sinna því og því verður að flytja inn fólk til starfa.
Úrskurðaður í gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Maðurinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald
það hljóta því að vera taldar miklar líkur á að ef hann fengi tækifæri til þess þá mundi hann mundi smita fleiri - viljandi
Óábyrg hegðun dauðans (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 17:38
Alveg sammála því sem þú ert að segja við skrýlinn sem tekur á annað borð svona orð til sín, en það er annað sem þarf að taka í reikninginn ef ekki á illa að fara í þessu samfélagi. Eftirlaunaaldurinn er alltof lágur og samfélagið hefur ekki efni á að halda gangandi öllu þessu vinnufæra en óvirka fólki. Það þarf að huga betur að atvinnumálum eldra fólks og koma því út á vinnumarkaðinn og endurhæfa ef starf hæfir ekki lengur aldri. Þarna eru við með ónýtta reynslu- og viskubrunna og aldursfordóma þarf að uppræta, bæta símenntun eldri kynslóðanna og frekar að fara út í hluti eins og að láta þau skipta um starfsvettvang eða starfshlutfall en að þau fari af vinnumarkaði.
Ekki síður er mikilvægt að bæta ástandið í örorkumálum. Á Íslandi eru alltof margir skráðir í öryrkjar. Í mörgum nágrannalöndum okkar fær þetta fólk mun betri endurhæfingu og fær líka styrki frá ríkinu til að mennta sig upp á nýtt, ef það vann til dæmis áður erfiðisvinnu en getur nú bara unnið inni við og þó það sé bara hlutastarf, þá er til dæmis hægt að kenna því ýmislegt sem vinna má á tölvur. Með fullri virðingu fyrir raunverulegum öryrkjum þá hefur landið ekki efni á blóðsugum, hvorki fölskum öryrkjum, né fólk sem gæti lifað eðlilegu lífi í Danmörku til dæmis, en er hér neytt út í örorkulífsstílinn af óréttlátum blóðsugustjórnvöldum sem gefa vinnufæru fólki ekki næg tækifæri til að fóta sig á ný á vinnumarkaði við breyttar aðstæður.
Hvað innflytjendur varðar þá er brýnast af öllu að bæta kjör barna þeirra sem þegar eru hlunnfarin í íslensku skólakerfi svo þjóðarskömm er orðin og mikil smán. Það þarf að efla móðurmálskennslu innflytjendabarna og á annan hátt tryggja að þau verði ekki á eftir sínum jafnöldrum og taka þar með í reikninginn nýjustu og marktækustu vísindaniðurstöður um tvítyngni og þann mikla styrk sem hún getur verið samfélaginu öllu. Börn innflytjenda eru mikilvæg og geta byggt brýr og aukið skilning milli menningarheima, en íslenska skólakerfið hlunnfer þau og hlutur þeirra er því jafn ójafn í samfélaginu og foreldra þeirra og skömm er að því. Samfélagið má alveg hleypa fleirum að og það er bara gott, en sé ekki hlúð betur að þeim sem eru hér fyrir þá ættum við bara að sleppa því, afþví fasískt rasistaríki sem ekki tryggir jöfnuð þeirra þegna sem eru í landinu, burt séð frá litarhætti, uppruna og móðurmáli, á ekki skilið að taka við meira fólki og best er að það leggist í eyði og teljist ekki framar meðal þjóða heims.
Stutt er síðan ekkert tælenskt barn hafði lokið stúdentsprófi, nokkuð sem hefur sem betur fer batnað, en ástandið hér er margfallt verra en í nágrannalöndunum og ójöfnuður mun meiri og skulum við bara skammast okkar og annað hvort taka til hjá okkur eða hafa manndóm til að loka sjoppunni.
Angry Man (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 18:05
Skv. fréttum í kvöld er þessi maður ÚTLENDUR og hælisleitandi til eins árs, og það verður ekki gengið framhjá því, þó svo að síðuhafi telji að það skipti ekki máli. - Það skiptir máli og segir ýmislegt.
Már Elíson, 23.7.2015 kl. 18:23
Það þarf nú aðeins að leiðrétta þig með að innflytjendur vinni hér störf sem VIÐ VILJUM EKKI VINNA. Þetta er kjaftæði og bara brotabrot af mjög ljótri sögu sem snýst um að þessu fólki er haldið niðri af stjórnvöldum og nauðugum viljugum sem láglaunastétt. Hér getur enginn lært neitt sem er ekki alfær á íslensku, sem þætti skammarlegt í öllum öðrum löndum. Innflytjandi með vilja til framtaka sem þráir að verða bakari eða kokkur fær það ekki, því hann verður þá að ná íslensku 203 (sem er of erfitt fyrir marga Íslendinga!) og dönsku 203 (sem er vitfirring!) Staðreyndin er sú að á Íslandi er stundað hálfgert þrælahald og talandi um byggingariðnaðinn þá deila oft 6-8 Pólverjar í honum einu herbergi og lifa á löku fæði. Land án jöfnuðar er ekki land, heldur samfélag skynlausra barbara og ómenna. Ef verið er að taka við fólki hér í því skyni að manna skítastörfin eins og grein, sleppið því þá. Þjóð sem lítur ekki á þjóðir heims sem bræður sína á bara að halda sig út í horni og sleppa því að vera í samskiptum við aðra menn. Ísland er að verða Saudi Arabía Norðursins.
Að vera að tala um kynlíf manns, kynsjúkdóma og þjóðerni eins og þetta sé tengt er aftur á móti rasismi, breytir þá engu hvort um er að ræða blaðagrein sem tekur þetta fram, bloggfærslu eða kaffihúsatal. Að viðhalda rasískri umræðu í samfélagi fullu af misrétti og ójöfnuði og týna þar til "rök" eins og þetta fólk sé upplagt í skítverk er bara að bæta gráu ofan á svart.
Pétur (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 19:41
Bitri sannleikurinn um Ísland fyrir þá sem þora að kyngja honum. Fólk með erlent nafn á nánast enga möguleika á að fá atvinnu hér við annað en að skúra gólf. Skiptir þá menntun og jafnvel málakunnátta engu máli. Hafi þeir þessa blautu tusku sem villa um fyrir umræðunni með tali um kynsjúkdóma og falsveruleika þar sem innflytjendur "þrá" að verða hér undirmálsstétt og þrífa klósett. Sá veruleiki er viðbjóður og ekki boðlegur. Hann er andmennskur og illur og hann ber að uppræta. http://www.visir.is/nytt-nafn-fyrir-betri-moguleika-a-atvinnu/article/2015705079935
Pétur (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 19:46
Eftir að hafa séð álagningarseðilinn í dag er ég algjörlega mótfallinn að flytja inn flótafólk, það stendur ríkum þjóðfélögum við miðjarðarhafið miklu nær sama trú og sama tungumál, ríkustu þjóðir heims, og nóg landsvæði. Væri til viðræðu um 1-2. kristnar fjöskyldur næstu 2. árin.
Ef maðurinn hefur greinst jákvæður viðkomuna fyrir einu ári, og ekki sendur strax til baka eru yfirvöld í slæmum málum, varla er hann í lífshættu í Nigeríu.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 19:51
Merkileg umræða, hvers vegna ekki þjóðerni? Til hvers er verið að nefna að Gunnar Nelson sé Íslendingur? Hvað kemur hans þjóðerni hans íþrótta afrekum við? Að sjáfsögðu á að vera þöggun um þjóðernið, eða hvað, Magnús Helgi?
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 20:08
HIV smitaðir eru menn eins og annað fólk með sama rétt og annað fólk og sjúkdómurinn tók ekki frá þeim mennskuna eða rýrði hana, né mannréttindi þeirra og það myndi brjóta í bága við alþjóðleg lög að mismuna flóttafólki á grundvelli veikinda. Það eru bara veikir menn, alvarlega veikir á anda og sál, sem skilja þetta ekki, hugsjúkir og hjartlausir social-darwinistar og nazistar. Grunnhyggni og skammsýni innfæddra sem sýnir sig til dæmis í eltingarleik við innihaldslítið kynlíf við ókunnugt fólk og annað sem þróaðir og siðmenntaðir menn stunda ekki er sökudólgurinn hér, og ekki þessi veiki aðili sem um ræðir. Að misnota flóttamann kynferðislega til að hafa af honum stundargaman er ljótur leikur og þær hefðu betur látið manninn eiga sig, fjarri fjölskyldu og vinum hér, búinn að upplifa hræðilega atburði. Það á yfirhöfuð ekki að leika sér að öðru fólki og nota sem kynlífshjálpartæki.
Pétur (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 20:24
Að vísu ljótt að gera sér upp að þekkja hvatirnar þarna á bak við, en það er staðreynd að margar íslenskar konur stunda það að sofa hjá svörtum mönnum bara til að "prófa það", sem er kynþáttahatur. Það er sams konar kynþáttahatur og fær menn til að stunda kynlífstúrisma í Asíu. Ef einhver stúlknanna var bara að leika sér að manninum þá hefði hún átt að athuga að maður á ekki að leika sér að manneskju og síst af öllu manneskju sem býr við erfiðar félagslegar aðstæður, það er að misnota aðstöðu sína og félagslega yfirburði að leika sér að fátæku og örvæntingarfullu fólki. Að "prufa" að vera með fólki af öðrum kynþáttum, eins og þetta fólk sé leikfang er síðan kynþáttahatur. Svartir menn upplifa þetta ofar en aðrir menn, en það á enginn maður né kona skilið svoleiðis framkomu. Aldrei fara með neinn eins og þú vildir ekki væri farið með systur þína og móður, bróður og föður, son eða dóttur.
Pétur (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 20:27
Ég er samt engan að fordæma og samhryggist hverri þeirri þessara stúlkna sem var að umgangast þennan mann sem MANN, en ekki sem Nígeríubúa og hafði göfugri áform en að leika sér að honum. Flóttafólk hefur upplifað skelfilega hluti. Þeim á aldrei að gefa fölsk loforð eða kynda undir tálvonir. Það kemur úr íhaldssamari löndum en okkar og á það til að oftúlka ástarjátningar og fögur orð. Þetta á ekkert minna við um mennina en konurnar frá þessum löndum.
Pétur (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 20:31
Við eigum nóg með okkur sjálf. þurfum enga flóttamenn hingað. það má vel kalla það fordóma en ég vill ekki sjá einn einasta flóttamann hingað frá eh þriðjaheimsríkjum og hvað þá eh löndum sem geysað hafa styrjaldir og rugl. þetta fólk kemur hér alveg kolgeðveikt og steikt í hausnum.
Hérna kemur þessi maður frá Nígeríu, landinu sem er þekkt af svindli,svikum,glæpum og allskonar rugli. þetta er hreinræktaður villimaður. Svo setjast stelpurnar á prikið hanns og verða hissa af að fá AIDS af þessu gerpi?
ólafur (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 23:46
Ef Ólafur byggi í Þýskalandi væri búið að stinga honum í steininn fyrir rasisma fyrir að skrifa svona. Að hæðast að heilli þjóð er viðbjóður sem bara viðrini gera. Nígería er merk þjóð, með merkilega sögu, merkilegt fólk og stórmerkilega menningu. Sveitalubbar þekkja auðvitað ekkert til neins af þessu og kannast ekki við hana nema email frá Nígeríusvindlara. Þeir vita engin deili á landinu og vita varla hvað höfuðborgin þar heitir flestir hverjir, og ef þeir vita það þá Googluðu þeir því. Þeir ættu að hafa vit á að halda kjafti, en hafa það ekki, afþví þeir eru of heimskir.
E (IP-tala skráð) 24.7.2015 kl. 01:23
Fína fólkið í París og New York borgar sig dýrum dómum inn á Nígeríska menningarviðburði og öll helstu listasöfn heims eru full af gripum sem þessum: https://en.wikipedia.org/wiki/Benin_art Hjólhýsahyski á Íslandi veit auðvitað ekkert um það og lítur á Nígeríumenn sem eitthvað til að hæðast að og sofa hjá þó lítið búi að baki og gera síðan grín að veikindum þess. Menn vita oftast ekki að þeir hafi alnæmi og hver sem hefur stundað kynlíf með einhverjum öðrum en trúrri eiginkonu gæti haft það sjálfur og ekki haft hugmynd um það. Smokkur er ekki fullkomin vörn og menn hafa fengið AIDS þó þeir noti smokk. Nígería býr yfir lélegri læknisþjónustu og litlum upplýsingum um alnæmi út af hlutum eins og arðráni og misnotkun Vesturlanda.
E (IP-tala skráð) 24.7.2015 kl. 01:27
Það furðulega er í þessu bulli Magnús Helgi er að þetta komi á óvart.Þetta kemur ekkert á óvart.Allir hælisleitendur sem sækja um hæli á íslandi eru frjálsir menn.Þótt þeir hafi ekkert vegabréf og enginn viti í raun hverjir þeir eru.Þeim eru samstundis skaffaðir lögfræðingar sem þú borga.Húsnæði, peningar.Draumaland til að koma til.
Sigurgeir Jónsson, 24.7.2015 kl. 03:50
Maðurinn sem um ræðir vissi að sjálfsögðu allt um þetta.Kanski hefur honum vrið hjálapð að kaoma til landsins.Það hlýtur að vera kominn tími á það að þú og félagar þínir verði skoðaðir sem grunaðir.
Sigurgeir Jónsson, 24.7.2015 kl. 03:54
Bull þitt um að fólk sé á móti útlandingum ,Magnus er ekki svaravert en ég ætla samta gera það.Ég bý í umhverfi þar sem ég þarf á hvejum degi að umgangast útlendinga af öllum þjóðernummm.Það er í fullri vinnu.Ekkert að þessu fólki styður það að verið sé að flytja folk ti íslands sem liggur á kerfinu.
Sigurgeir Jónsson, 24.7.2015 kl. 03:58
Best væri Magnús fyrir íslenska þjóð að þú og allt þitt Samfylkingarhyski yrði sett í tugthús og aldrei sleppt þaðan út,
Sigurgeir Jónsson, 24.7.2015 kl. 04:04
Skammarlegar þessar persónuárásir og nýð á Magnús. Það eina sem ég hef út á hans grein að setja er þetta komment um að við ættum að vera þakklát fyrir að fá fólk sem vill vinna störf sem við "viljum ekki vinna", eins og þau vilji vinna þau, þegar sannleikurinn er að þetta er flest metnaðargjarnt fólk með drauma eins og við, sem fær ekki menntun sína metna til neins (stundum af skiljanlegum ástæðum, því menntun er ekki af sama gæðaflokki í öllum löndum), en það sem verra er, er meinað að mennta sig neitt hér eða verða að neinum, því hér eru engin úrræði fyrir þá sem ráða ekki strax við íslensku og dönsku og geta tekið framhaldsskólapróf í þeim svo þau megi klippa hár, mála fólk, verða kokkar eða þjónar, en það er bara jafn erfitt og fyrir ykkur flest að ætla strax að verða snillingar í bæði Kóresku og Japönsku og þið gætuð það ekki heldur flest , ekki einu sinni á 15 árum, heldur bara fólk með sérstaka málahæfileika. Í öðrum löndum eru oft Amerískir háskólar og önnur úrræði en þau skortir hér. Greinin sem ég deildi er um stúlku, heppnari en sumar því hún er íslensk útlits, altalandi og alin hér upp og afburðarnámsmaður, sem fattaði að þeir sem bera erlend nöfn fá ekki vinnu við hæfi út af fordómum Íslendinga, þannig að henni bauðst ekkert nema skúrningar og sömu sögu hafa aðrir útlendingar sem bera Austur-Evrópsk, Asísk eða önnur framandleg nöfn rekið. Mér finnst jaðra við rasisma að hampa því sífellt að það sé frábært að fá hér litaða undirmálsstétt og láta sem þetta fólk vilji þrífa klósett, fólk sem er jafn hæfileikaríkt og duglegt og aðrir en býr við óréttlæti og ójöfnuð og kerfisbundna mismunun. En það er lúxusvandamál að kvarta yfir slíku sem ég get klagað upp á stóran hluta þjóðarinnar, miðað við þann hreina og algjöra rasisma sem birtist í ummælum ykkar hinna.
Pétur (IP-tala skráð) 24.7.2015 kl. 11:35
Gott að vita það að Ólafur myndi vilja búa svo um hnútana að ef hann, bróðir hans eða sonur hans yrði þunglyndur og fengi kvíðaröskun í kjölfar þess að horfa upp á hluti sem flóttamenn þurfa að horfa upp á eins og að fjölskyldumeðlimir séu myrtir eða upplifa ofsóknir út af kynhneigð og trú eins og samkynhneigða og kristna fólkið í Arabaheiminum núna út af ISIS til dæmis, þá ættu menn ekki að veita honum hæli og skjól heldur bara fleygja honum í sjóinn. Ólafur ætti að bera með sér einhver skilríki bara eins og þeir sem vilja vera líffæragjafar sem taka þetta skírt fram, þannig að ef Ólafur verður fórnarlamb hryðjuverkaárása eða annars hryllings þá vitum við hin þetta og getum bara hent þeim í sjóinn? Ekki satt Ólafur?
Ef ekki mundu þá eftir karmalögmálinu og þessu með að "allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skalltu þeim gjöra". En það er kannski of gamaldags fyrir þig svona Biblíurugl og þú ert meira fyrir Mein Kampf og svoleiðis nýmóðinsdót? Gott að vita Ólafur, gott að vita. Heimurinn hjálpar þér þá vonandi ekki þegar og ef þú þarft á því að halda.
Pétur (IP-tala skráð) 24.7.2015 kl. 11:40
Furðulegt að sjá að maður eða kona sem býr í glerhúsi og kallar sig Pétur sé að kasta grjóti.
Pétur þessi ásakar fólk um að vera rasistar, ef það eru ekki persónulegar árásir, þá veit ég hvað er personuleg árás.
En auðvitað er Pétur þessi í þöggunar nefndinni fyrir Magnús Helga.
Hvernig væri að þessir sem vilja opin landamæri borguðu heilbrygðiskostnaðinn sem þessi Nígeríu hælisleitandi hefur komið af stað.
Ég er oft að spá, ættli þessi afvegaleidda fólk sem vilja opin landamæri hafi einhverja samvisku og yðrist gjörða sinna að hjálpa þessum Nígeríu hælisleitanda inn í landið, en auðvitað ættu þau að yðrast gjörða sinna til dauða dags.
Ef ekki kæmi til hjálp þessa fólks sem vill opin landamæri, þá auðvitað væru þessar ungu stúlkur sem smituðust af Nígeríu hælisleitandanum ekki með HIV smit.
Kveðja frá Nesinu
Jóhann Kristinsson, 24.7.2015 kl. 14:42
65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands:
Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
Á Íslandi gildir þessi stjórnarskrá samkvæmt opinberum upplýsingum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.7.2015 kl. 18:27
Gildir 65. gr. Stjórnarskráinar yfir fólk í Sýrlandi, Kína Indlandi og fleirri löndum?
Kveðja frá Nesinu
Jóhann Kristinsson, 24.7.2015 kl. 18:32
65. greinin gildir innan landamæraeftirlits Íslands. Og ábyrðin er innan landamæranna. EÐA HVAR ANNARS?
Það má spyrja að því hvort Evru-gjaldmiðill gildi sem uppgjörsgjaldmiðill hjá sumum fyrirtækjum sem talin eru Íslensk, en ekki hjá öðrum fyrirtækjum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.7.2015 kl. 18:45
Ég hef aldrei talað fyrir opnum landamærum og er ekki hlynntur slíku fyrirkomulag, enda miðjumaður (ekki Framsóknarmaður samt). Ég talaði á móti rasisma. Rasismi er að sjá skrattann í hverju horni ef um svartan mann er að ræða og kynlíf hans, þó ekkert sé vitað með vissu um hvort hann hafi vitað hann væri smitaður, hvort hann hefur hlotið upplýsingu um alnæmi eins og marga í landi hans vantar vegna þess arðrán Vesturlanda hefur orðið til þess lítill peningur er eftir í menntun í landinu. Rasismi er líka að þegar ungt fólk sefur saman sem er ekki eins á litinn þá lítur rasistinn á þennan svarta sem sekan um glæp, en stúlku sem sefur hjá flóttamanna, það er að segja manni sem býr við verstu kjör allra í landinu og er ekki jafningi hennar fjárhagslega, félagslega og líklega í verra sálfræðilegu ástandi en hún, sem alsaklausan engil, þegar hún gæti sem best hafa verið viljandi að misnota minnimáttar. Það á aldrei að sofa hjá nema jafningjum sínum eða fólki sem maður lítur á sem slíkt, sem maður gæti hugsað sér að vera í alvöru sambandi með, en það er mikið verið að nota flóttamenn hér sem leikföng og það er ljótur leikur. Ertu líka hómófób eða bara rasisti?
Pétur (IP-tala skráð) 24.7.2015 kl. 19:28
Spyr bara. Alhæfi um það sem ég ekki veit eins og þú. Kannski ertu bara illa máli farinn og kannt ekki að koma máli þínu frá þér.
Pétur (IP-tala skráð) 24.7.2015 kl. 19:29
Og ég er ekki flokksbróðir Magnúsar eða verjandi. Grein hans er að mínu mati frekar rasísk, ekki þó alveg yfir strikið eins og ruglið í mörgum öðrum hérna. Að segja að flóttafólk sé fínt í skítverkin og við eigum að vera ánægð með það á þeim forsendum að fá það í landið, það hæfir ekki jafnaðarmanni og er fyrir neðan virðingu jafnaðarmanns að tala þannig. Þetta er ástæða þess að ég yfirgaf Samfylkinguna. Of mikið af "jafnaðarmönnum" þar sem skilja ekki orðið jöfnuður og tala jafnvel um ójöfnuð eins og eðlilegan eða góðan hlut.
Pétur (IP-tala skráð) 24.7.2015 kl. 19:31
Eru landamæri Íslands án verjandi landamæra-eftirlitsréttlætis? Hvar var smitsjúkdómadeildin, þegar maðurinn steig í land á Íslandi?
Það er skylda okkar allra að reyna okkar besta, til að upplýsa og krefjast mannúðlegra upplýsinga samkvæmt bestu getu, vitund og samvisku.
Gerum ekki öðrum það sem við viljum ekki að aðrir geri okkur.
Enginn veit hver verður næstur.
Enginn á öruggan lífdag né heilsu eftir daginn í dag. Það er raunveruleikinn á jörðinni. Á morgun verður kannski of seint að segja frá og bæta heims-samfélagið?
Jón Baldvin sagði svo réttilega að það væri of seint að iðrast eftir dauðann, í grein sem ég las eftir hann. Mikið er það satt hjá Jóni Baldvin.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.7.2015 kl. 21:13
Einmitt þessi Nígeríu manni átti aldrei að vera hleypt inn í landið af því að 65. gr. hefur ekkert með útlendinga að gera og vonandi fer vinstríð að skilja það áður en allt fer til andskotans hér á Islandi.
Kveðja frá Nesinu
Jóhann Kristinsson, 26.7.2015 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.