Leita í fréttum mbl.is

Algjör mistök að leggja þjóhagsstofnun niður á sínum tíma

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að það voru mistök að leggja niður Þjóðhagsstofnun á sínum tíma. Tværi ríkisstofnanir komast að ólíkum niðurstöðum og hverri eigum við að trúa. Varla fjármálaráðuneytinu sem mundi ekki koma með neikvæða spá svona rétt á meðan fjármálaráðherra er í kosningabaráttunni.

Sá að Egill Helgason er líka að velta þessu fyrir sér:

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að það var hrein vitleysa að leggja niður Þjóðhagsstofnun gömlu. Nú veit enginn hvaða efnahagsspám hann á að trúa. Fjármálaráðuneytið hefur augljóslega hag af því að gylla framtíðina og bankarnir hafa líka hagsmuna að gæta - þeir reyna að halda að fólki sinni útgáfu af framtíðinni. Því er enginn fullkomlega hlutlaus aðili að gera hagspár. Hvað með Seðlabankann? Ja, allir virðast segja að síðasta spá hans hafi verið alltof full af svartagalli.

Meira jafnvægi er að komast á í hagkerfinu voru skilaboðin frá fjármálaráðuneytinu í dag. Það er hægt að lesa þetta öðruvísi: Lítill hagvöxtur til 2012. Vaxandi atvinnuleysi. Króna sem veikist. Niðursveifla.

Nema við fáum meiri stóriðju. Þá er aftur hægt að rífa hagkerfið upp á rassgatinu. Það eru skilaboðin frá Geir Haarde í viðtali við Viðskiptablaðið.

Önnur hugmynd gæti verið einkavæðing í orkugeiranum og heilbrigðiskerfinu. Til að smyrja hjól efnahagslífsins eins og gerðist þegar fiskurinn í sjónum var einkavæddur og síðan bankarnir.

En það á sjálfsagt enginn eftir að stinga upp á því.
(www.visir.is/silfuregils )


mbl.is Segir óþægilega mikinn mun á sýn fjármálaráðuneytis og Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband