Leita í fréttum mbl.is

Landsvirkjun verður að muna að fyrirtækið er eign þjóðarinnar ekki starfsmanna LV

 Landvirkjun væri holt að athuga að þeir eru að öllu leyti í eigu þjóðarinnar. Og það er með öllu ólíðandi að þeir taki þátt í að gera aðför að læknum og verkalýðsfélögum vegna þess að þessir aðilar eru að vekja athygli á sæmum aðbúnaði verkamanna. Mér finnst þetta það alvarlegt að ráðherra sem fer með eignarhald okkar í Landsvirkjun þurfi alvarlega að tala við forsvarsmann Landsvirkjunar (ef hann er ekki í Suður Afríku) og láta hann vita að starfsmenn LV eru að vinna með gögn sem var stolið af læknastofu í Kárahnjúkum sem og að Landsvirkjun ber að sjá til þess að verk sem hún stendur að séu unnin við bestu vinnuskilyrði sem hægt er. Skortur á hreinlætisaðstöðu, matareitranir eitrað loft er ekki eitthvað sem við sættum okkur við að fólki sé gert að vinna við þó það komi erlendis frá.

ASÍ: LV hætti að verja Impregilo

Verktakafyrirtækið Impregilo er þekkt fyrir að brjóta reglur og er það alvarlegt ætli Landsvirkjun með einhverjum hætti að verja gjörning þeirra, segir Halldór Grönvoldt aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Ljóst sé að aðstæður á Kárahnjúkasvæðinu séu með öllu óásættanlegar.

Landsvirkjun sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem sagt var að aðeins brot þeirra 180 sem leituðu til heilsugæslunnar við Kárahnjúka 12. til 24. apríl hafi veikst vegna loftmengunar í göngunum. Þeim sé aðeins kunnugt um átta sem hafi leitað læknisaðstoðar vegna slíkra einkenna. Halldór segir að í sjálfu sér engu máli skipta hve margir hafi greinst með eitrunareinkenni, aðeins þurfi einn til svo þörf sé á aðgerðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband