Leita í fréttum mbl.is

Ég hef nú ekkert á móti háum húsum - en er þetta ekki að verða of mikið?

Ég bjó um tíma á 5 hæð í Engihjalla í Kópavogi. Þar var staðan sú að ef það var gola úti þá gat maður varla opnað svalarhurð ef að gluggi var opinn. Nú stendur yfir keppni í kring um Smáralind að byggja eins hátt og hægt er. Þar er þegar í byggingu rúmlega 20 hæða turn sem verður hæsta hús á Íslandi og við Smáralind er annar aðeins minni að fara að rísa. Nú er farið að tala um einn enn sem verður yfir 100 metra hár. Það sem veldur mér vangavelturm er t.d. er búið að kanna hverning veður er þarna. Efstu 10 til 15 hæðirnar verða opnar fyrir öllum áttum og mér finnst þegar að þarna sé mikill næðingur? Þá er ég að velta fyrir mér byggingarkröfum sem gerðar eru til þessara turna. Sá sem þegar er farinn að spretta upp er að mínu mati furðulega byggður. Hann virðist vera með með alla útveggi sem steypueiningar sem hífðar eru sinn stað. Síðan eru bara steyptar súlur sem binda hæðirnar saman. Tek kannski mynd af þessu seinna í dag til að sýna. En þetta er náttúrulega bara pælingar hjá mér hvað gerist ef að almennilegur jarðskjálfti ríður yfir hjá okkur.

En fyrst og fremst eru það umferðamálin. Eins og venjulega er skipulagið í Kópavogi þannig að til að komast að þessu hverfi þarf á 3 vegu að keyra í gegn um Íbúðahverfi. Og hver svona turn táknar umferð upp á þúsundir bíla. Og þar sem ég bý í hverfi ekki langt frá Smáralind þá hræðist ég þetta mjög.

Frétt af mbl.is

  Hæsti turninn 100 metrar
Innlent | Morgunblaðið | 28.4.2007 | 5:30
Horft yfir Reykjanesbraut til suðvesturs. Turninn við... Fasteignafélag Íslands ráðgerir að reisa 28 hæða turn á lóð félagsins sunnan við Smáralind, skv. heimildum Morgunblaðsins. Turninn yrði yfir 100 metra hár og þar með hæsta hús á Íslandi. Fleiri turnar munu einnig rísa á lóðinni gangi áætlanir félagsins eftir.


mbl.is Hæsti turninn 100 metrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já ég hef líka tekið eftir þessu með útveggina en ég held að það sé útaf góðri ástæðu, einmitt útaf jarðskjálftum og fleira að þeir eru úr öðruvísi efni en súlurnar og líklegast gólfin líka að þá verður húsið líklega öruggara, þar sem hvert efni hefur sinn tíðnipunkt og þegar hittir á þessa tíðni gefur það sig en þegar svona hús eru byggð úr mörgum mismunandi efnum, veggirnir úr þessu og hitt úr hinu þá styður það við hina veggina ef eikkað skildi fara úrskeiðis, því þá er ekki allt með sama tíðnipunkt og getur stutt við hvort annað, þegar eitthvað af þessum efnum lendir á sínum tiðnipunkt, t.d í jarðskjálfta :)

Ragnar (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 09:38

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En það sem ég var að velta fyrir mér þegar svona forsteyptar einingar eru settar upp án vírbindingar er ekki líklegt að þær geti losnað við jarðskjálfta?

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.4.2007 kl. 09:41

3 identicon

já ég hef líka verið að pæla í þessu, mjög skrítið en ég trúi ekki öðru en að þetta sé útpælt, þetta hlýtur að vera eitthver tækni sem þeir hafa fengið annarstaðar þar sem byggð eru svona hús á jarðskjálftasvæði eins og t.d Los Angeles, myndi ekki trúa öðru...

Ragnar (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 09:56

4 identicon

Ég verð bara að vera asmmála þér. Ég er í lindahverfinu og þegar ég frétti fyrst af þessum turni við smáratorg þá leist mér ekkert á þetta.. fyrir utan að mér fannst hann nú ekki beint augnayndi... næstum því glerhýsi eins og tískan virðist stundum vera í dag. Ekki lagaðist álit mitt á þessu húsi eftir að þeir fóru að byggja það og það á horni á lóð þar sem varla er pláss fyrir það. Það var talað um að það yrði fullt af bílastæðum þarna í bílakjallara en eftir að hafa keyrt þarna framhjá daglega sá maður að það virtist bara vera ein hæð undir húsinu fyrri bílastæði.

Miðað við þessa mynd þá virðist vera eins og bílastæðið hjá smáralindinni (efra planið) teigist yfir í þennan turn... það virkar eins og brú sem maður þarf að fara undir til að fara þarna til hægri.

En eins og ég segi þá er ég alveg sammála þér með þetta... að vindurinn festi sig í toppinn og að þetta sé orðið að samkeppni, fyrir utan að þeir spá lítið í því að það er fullt af húsnæði þarna í kring akkúrat núna sem er tómt, bæði nýtt og gamalt og leigist eða selst ekki. Ekki hjálpar það að rífa hesthúsin og hafa fullt af húsum þar líka.

Hulda (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 14:55

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já það er rétt Hulda það á að byggja brú yfir á bílahúsið við Smáralind. Og síðan á að byggja um það bil 170 þúsund fermetra veslunar og skrifstofuhúsnæði fyrir aftan Smáralind þannig að það gæti orðið skrambi erfitt fyrir fólk í Lindarhverfi þar fyrir ofan að komast í vinnu á morgnana ef það þarf að fara framhjá Smáralind. Og síðan kemur svipað hverfi þar sem hesthúsin (Glaðheimar) eru líka

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.4.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband