Leita í fréttum mbl.is

Svo leyfa þessi Sjálfstæðis og Framsóknarmenn að gagnrýna þessar tillögur

Hef verið að lesa blogg hinna ýmsu bloggara um þetta mál. Menn sem fylgja Sjálfstæðisflokknum leyfa sér að gagnrýna þessar tillögur sem er mér óskyljanlegt. Ef þessir ágætu menn horfa í árangur Sjálfstæðisflokksins þá geta þeir t.d. byrjað á að gera sér grein fyrir að á BUGL er nú 170 börn á biðlista eftir greiningu og meðferð. Og hvaða flokkur hefur farið með stjórn landsins nú síðustu 16 ár? Og hvað hefur hann gert til að vinna bug á þessu? Það var fyrst á síðsta ári eftir áralangt þóf sem loksins var ákveðið að byggja við BUGL. Eitthvað sem hafði verið rætt um í einhverja áratug að þyrfti að gera.

Og nú þegar einhver flokkur kemur með tillögur að lausnum þá hengja menn sig í það að sviðstjóri innan BUGL sé í framboði fyrir Samfylkingunna. Hveskonar rök eru það. Hugmynd Samfylkingarinnar um árangurstengdan samning við BUGL gefur möguleika á að BUGL geti ráðið fleira sérhæft fólk til starfa og umbunað fólki fyrir árangur.

Sama gildir fyrir Greingarstöðinna þar sem að í fleiri ár hefur verið langur biðlisti af börnum með þroskafrávik sem bíða greingar

Og þessi hugmynd um 400 hjúkrunarrými er náttúrulega það eina rétta. Til að leysa úr vandamálum eldirborgara verður að gera það með áhlaupi. Og síðan þessar hugmyndir:

Á fyrstu 18 mánuðunum í ríkisstjórn Samfylkingarinnar verða byggð 400 hjúkrunarrými fyrir aldraða til að eyða biðlista þeirra sem eru í brýnni þörf. Þangað til þeim biðlista hefur verið eytt verður gerður samstarfssamningur við sjúkrahús og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, í samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis og félagsþjónustu, um sólarhringsþjónustu við þennan hóp aldraðra. Fyrirmyndin er sólarhringsþjónusta LSH við aldraða í heimahúsi. Gerð verður úttekt á þörf fyrir sams konar þjónustu á landsbyggðinni.

Sjálfstæðismenn reyna að kenna R listanum um en gleyma að málefni elli og hjúkrunarheimila er á forræði ríkisins að mestu. Reykjavík var búin að leggja um 1,5 milljarð til hliðar til að mæta sínum hluta af kosnaði en ríkð stóð á bremsunni. Og þó borgum við öll í framkvæmdasjóð aldraðra til standa straum að þessum byggingum.

Frábærar og raunhæfar hugmyndir og betri en aðrir hafa lagt til.

Frétt af mbl.is

  Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu
Innlent | mbl.is | 29.4.2007 | 16:53
Samfylkingin kynnti í dag tillögur að aðgerðum sem miða að því að tryggja þeim börnum og öldruðum viðunandi þjónustu sem nú eru á biðlistum í brýnni þörf fyrir úrræði. Tillögurnar fela m.a. í sér að þegar verði gripið til aðgerða til að eyða biðlistum á BUGL og Greiningastöð ríkisins og að veitt verði bráðaþjónusta allan sólarhringinn fyrir börn með geðraskanir og aldraða.


mbl.is Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband