Leita í fréttum mbl.is

Framsókn fær heldur betur að heyra það

Var að lesa grein eftir Hallgrrím Helgason á www.visir.is þar sem hann lætur Framsóknarflokkinn heldur betur heyra það. Hann segir m.a.

Hér er settur í stjórnarstól maður sem var orðinn óþægur innan flokks, maður sem var farinn að stofna heilu kvenfélögin sér til stuðnings. Til að tryggja Framsóknarkonum í Kópavogi sæmilegan símafrið verður sjálf Landsvirkjun að gera sér guðfræðing að góðu. Innanhússvandræði á vinnumiðluninni eru tekin fram yfir hagsmuni ríkisins. Og nú eru síðustu forvöð að leysa þau mál, því ekki er alveg öruggt að helmingaskiptareglan lifi fram yfir kjördag.

„Ég verð að segja það sem framsóknarmaður að ég bókstaflega treysti engum manni betur en Páli Magnússyni til þess að standa vörð um þá ályktun flokksþingsins að orkufyrirtæki ríkisins verði áfram í eigu almennings á næstu árum," skrifar Framsóknarbloggarinn. Með aðstoð þýðingaforrits hljómar setningin svona: „Ég verð að segja það sem framsóknarmaður að ég bókstaflega treysti engum manni betur en Páli Magnússyni til þess að standa vörð um þá ályktun flokksþingsins að stjórnarformannsstóllinn í Landsvirkjun verði áfram í eigu Framsóknarflokksins á næstu árum."

Framsóknarmenn hugsa fyrst um flokkinn, svo um landið. Fyrst um sjálfa sig, svo um þjóðina. Vinnumiðlunarhugsjónin er svo sterk í þeim að þeir láta hana ganga fyrir öllu; jafnvel korteri fyrir kosningar hika þeir ekki við að sýna kjósendum fingurinn ef það skyldi verða til að koma góðum manni í gott starf. Framsóknarmenn eru svo langt leiddir í spillingunni að þeir taka hana jafnvel fram yfir sjálfa kosningabaráttuna. Enda vanir því að geta treyst á fyrirgefningu íslenskra kjósenda.

Skemmtileg og fræðandi grein fyrir þá sem eru að hugsa um að kjósa Framsókn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband