Leita í fréttum mbl.is

Kjartan Gunnarsson næsti forstjóri Landsvirkjunar og sala undirbúin?

Skv. ræðu SKúla Thoroddsen formanns Starfsgreinasambandsins stendur til ef núverandi flokkar halda völdum að selja Landsvirkjun og að búið væri að ákveða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins verið forstjóri.

Skúli segist hafa fyrir þessu heimildir og þetta ætti að verða fólki víti til varnaðar um að kjósa aftur helmingaskipta stjórn sjálfstæðis og framsóknar

Þessa frétt ætla ég að geyma hér alla.

www.mbl.is

Innlent | mbl.is | 1.5.2007 | 18:01

Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sagði í ræðu á Húsavík í dag í tilefni af 1. maí, að hann hefði fyrir því heimildir að byrjað væri að undirbúa sölu Landsvirkjunar og búið væri að ákveða að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins yrði næsti forstjóri Landsvirkjunar.

Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, sagði við Útvarpið, að ummæli Skúla væru úr lausu lofti gripin.

Skúli sagði, að í gær hefði hafist einkavæðing orkufyrirtækja í eigu ríkisins þegar ríkið ákvað að selja FL-Group og Glitni hlut sinn í Orkuveitu Suðurnesja fyrir, rúma 7 milljarða.

„Og ég fullyrði að undirbúningur að sölu Landsvirkjunar er hafinn. Haldi ríkisstjórnin velli í kosningunum 12. maí, verður það gert. Til að auðvelda söluna ætlar Landsvirkjun á næstunni að gera upp reikninga sína í dollurum, hér dugar ekki ónýtur gjaldmiðill eins og íslenska krónan. Ég hef heimildir fyrir því að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, verði nýr forstjóri Landsvirkjunar. Leikur Framsóknarmanna, með því að skipa Pál Magnússon stjórnarformann er þá líklega sá, að tryggja Finni Ingólfssyni og S-hópnum hluta af kökunni, þegar hún verður borin fram. Viljum við þetta? Er ekkert stopp á spillinguna?" sagði Skúli í ræðunni. 


mbl.is Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta er nú einu mestu dylgjur og hreinlega lygar sem heyrst hafa í dag. Geir sagði það að Landvirkjun yrði kannski einkavædd að fullu eftir 5 kjörtímabil. ekki á því næsta. Síðan er framsóknarflokkurinn á móti einkavæðingu landsvirkjunar.

Afhverju Páll Magnússon var settur í embætti stjórnarformanns? Það verður að tryggja það að flokksgæðingar sem vilja hætta í pólitík í framsókn fái nóg af launum og þá helst sem mest af eftirlaunum. Þetta var bara leið til þess að fá Pál út úr stjórnmálum endanlega svo að ný stjórn framsóknar geti tryggt sig í sessi.

Fannar frá Rifi, 1.5.2007 kl. 19:18

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var nú sagt þegar Síminn var "Hf aður" að það stæði nú ekkert til að selja hann þetta væri bara til að gera hann hæfari í samkeppni. Það liðu ekki mörg ár frá því og hann var seldur. Það var einmitt það sem byrjað var á með Landsvirkjun í vetur. Stóð til að sameina Rarik og Orkuveitu vestfjarða ásamt Landsneti sem dótturfélög Landsvirkjunar sem síðan stóð til að gera að ohf. Þetta var stoppað á þingi og fékk ekki afgreiðslu.

Þetta er sama þróun og virðist vera með RÚV þannig að ég trúi þessum mönnum alveg til þessa. Hvað sem þeir segja núna rétt fyrir kosningar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.5.2007 kl. 21:06

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Framsóknarflokkurinn ætlaði ekki að selja grunnnet símans...hvernig fór það...common...þeim er ekki treystandi fyrir horn...hvað þá einkavinavæddum Sjálfstæðisflokki

Jón Ingi Cæsarsson, 1.5.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband