Leita í fréttum mbl.is

Aðeins áfram með samsæriskenningar varðandi Landsvirkjun

Var að lesa póst sem Ögmundur Jónsson birtir á heimasíðu sinn frá lesanda. Þar er fjallað um þá bræður Árna og Pál Magnússyni og þær stöður sem þeir eru komnir í. Og í framhaldi á sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja til Geysir Green Energy sem er alþjóðlegt fjárfestingarfélag um sjálfbæra orkuvinnslu í eigu FL Group, Glitnis og VGK hönnunar en Árni er einmitt yfir þeirri deild hjá Glitni sem vinnur að fjárfestingum í sjálfbærri orkuvinnslu þá öðlast þetta nýtt samhengi. En hér er kafli úr þessu bréfi af síðu Ögmundar:

Öllum meðulum er beitt til að trygga sér áframhaldandi valdastöðu í samvinnu við þau ofursterku fjármálaöfl sem að baki flokksins standa. Aðilarnir sem leggja flokknum til fjármagn til að hann haldi völdum svo lengi sem sætt er, leggja að sjálfsögðu línurnar um væntanlega "einkavinavæðingu" orkufyrirtækjanna. Þar þarf nauðsynlega að hafa trygga menn í lykilstöðum. Þar ber Páll greinilega af öðrum, verandi bróðir Árna Magnússonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra Framsóknar, sem talið var að nýttist valdaklíkunum mun betur í nýrri stöðu, en sem ráðherra. Í snatri var búin til  staða hjá Glitni. Þar var hann gerður að forstöðumanni  "sustainable energy". Augljóst er hver tilgangurinn er, enda ekki einu sinni haft fyrir því að hafa deildarnafnið á íslensku! En þýðing þess á okkar ylhýra er mikið notað slagorð nú um stundir, að ein meginástæða “álsóknarinnar” á Íslandi sé alger sérstaða (sem að sjálfsögðu er einber lýgi) að einungis þar sé öll raforka unnin á grundvelli "endurnýjanlegri orku" í stað jarðefnaeldsneytis til öflunar orku til stóriðju!

 

Og síðan er haldið áfram í bréfinu og talið að þetta sé undirbúningur að einkavinavæðingu Landsvirkjunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband