Leita í fréttum mbl.is

Skil varla hvernig nokkrum dettur í huga að vilja Framsókn í stjórn eins og formaðurinn lætur

Hef verið að hlusta á umræðuþætti nú að undanförnu þar sem rætt hefur verið við formenn flokkanna. Og ég get bara ekki skilið að fylgi við Framsókn sé að aukast. Og að svo margir vilji hann í ríkisstjórn.

Mér finnst að málflutningur Jóns Sigurðssonar sé að verða full einhæfur. En hann gegur út á:

  • Það má alls ekki stoppa stóriðju eða hægja á
  • Það verður að búa vel að atvinnulífinu
  • Það verður að gæta að því að gera vel við þá sem eiga peninga svo þeir fjárfesti hér.
  • Og ef að Framsókn komist ekki í stjórn með Sjálfstæðismönnum þá verði hér allt stopp

Ég get ekki séð að hann sé meðvitaður um að fyrirtæki kjósa ekki. Og við íslendingar erum ekki svo skyniskroppin að halda að stóriðja sé lausn alls. Við vitum að þessi stóriðja er að nýta orku sem á meðan er ekki föl á almennilegu verði fyrir íslensk iðnfyrirtæki eða erlend fyrirtæki sem vilja koma hingað með sína framleiðslu sem gæti kannski verið umhverfisvænni en álver.

Eins vill ég minna hann og Geir á það að þessi fyrirtæki sem eru í útrás skapa okkur sífellt færri og færri störf og tekjur þeirra og starfsmanna skila sér ekki til okkar þar sem að það eru mest stjórnendur sem fylgja þessari útrás héðan og síðan eru það erlendir starfsmenn sem vinna störfinn þar.  Þannig að þegar að dregur úr þennslunni sem verður sífellt erfiðara að gera án þess að það valdi miklum erfiðleikum fyrir marga, þá verða hér færri og færri mögurleikar til atvinnu vegna þess að störfinn við framleiðslu, fjármálastarfssemi og hátækni eru að flytjast héðan í hagstæðara umhverfi þar sem lág laun vega upp m.a. hátt orkuverð hér til smárra og meðalstórra fyrirtækja. Vegna þess að við erum að selja stóriðju orku á lágmarksverði.


mbl.is Flestir vilja Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband