Leita í fréttum mbl.is

"Heimilin skulda hættulega mikið"

Var að lesa frétt í Fréttablaðinu í dag þar sem fjallað er um skuldir íslenskra heimila. Þar kemur fram að:

Efnahagsmál Tekjur heimilanna duga ekki fyrir útgjöldum þeirra, skuldirnar hrannast upp og nema nú 240 prósentum af ráðstöfunartekjum. Mikil skuldsetning þýðir að stærri hluti tekna fer í afborganir og vexti og því dregur úr möguleikum heimilanna til neyslu. Þetta kemur fram í Vorskýrslu ASÍ 2007.

Skuldir heimilana

Síðar í fréttinni segir síðan:

Hlutfall vaxtagreiðslna af ráðstöfunartekjum hefur hækkað. Í vorskýrslunni segir að nauðsynlegt sé að horfast í augu við að mikil skuldsetning íslenskra heimila og hækkandi byrði vaxtagreiðslna þýðir að áhætta heimilanna hefur aukist. "Heimilin eru orðin mjög viðkvæm fyrir verðbólgu og breytingum á vöxtum, tekjum og eignaverði."

Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík, bendir á að aðgengi að lánsfjármagni hafi aldrei verið betra en nú og ekki kunni góðri lukku að stýra að fjármagna neyslu með lánum. Hún telur að heimili séu þegar komin að hættumörkum og veltir fyrir sér hvort fjármálafræðslan sé næg, hvort fjölskyldurnar viti hvað þær séu að gera.

"Við erum í stöðu sem við höfum ekki verið í áður, valkostirnir fleiri og hægt að fá hærri lán til lengri tíma en áður. Margir átta sig kannski ekki á þeirri gengisáhættu sem felst í erlendu lánunum. Ef út af bregður er fólk fljótt að komast í erfiðleika því lítið þarf að gerast til að mánaðarleg greiðslubyrði hækki," segir hún.
(Fréttablaðið 6 maí )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband