Leita í fréttum mbl.is

Mér líkar ekki þessi silkihanskameðferð á fyrirtækjum sem stjórnarflokkar boða nú.

Í hverjum þættinum af öðrum boða stjórnmálaleiðtogarnir sér í lagi Framsóknar, Sjálfstæðis og Íslandshreyfingin að það verði að gera vel við fyrirtæki hér svo þau haldi áfram að fjárfesta og viðhaldi hagvexti. Þetta tal líkar mér illa. Það er verið að gera fyrirtæki að einhverju ósnertanlegu og um leið að færa þeim ægi vald yfir þjóðinni.

Nú ef þessir flokkar komast til valda eða halda völdum hafa fyrirtækin stjórnvöld í vasanum og viðkvæðið verður alltaf að ríkið verður að koma til móts við kröfur fyrirtækjana annars fari þau bara úr landi.

Menn gleyma því lika að hagnaður af starfsemi fyrirtækjana erlendis er yfirleitt skattlagður þar og nú er stefnt að því að sala og hagnaður af hlutabréfum verði skattlaus. Þannig að nú með hverju árinu verða það aðalega skuldir vegan kaupa erlendis sem taldar verða fram hér og þar af leiðandi litlir skattar sem þau greiða. Vegna stórsölu til álvera þá er lítill möguleiki fyrir íslensk fyrirtæki að fá hér ódýara orku til að stunda einhverja framleiðslu og því verður tilhneiging hjá þeim að færa framleiðslunna erlendis eða fá hingað verkamenn sem sætta sig við lægri laun en við mundum sætta okkur við.

Og þar sem að stjórnvöld bera svona óttablandna virðingu fyrir fyrirtækjum verða þau innan fárra missera búin að ná öllum völdum hér.

Þetta líkar mér ekki við


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband