Leita í fréttum mbl.is

Það er alveg makalaust að Björn Bjarnason komist upp með svona mannaráðningar.

Var að heyra þessa frétt sem fylgir hér á www.ruv.is . Björn hefur nú þegar ráðið Ólaf Börk frænda Davíðssem hæstaréttadómara sem og Jón Steinar , Haraldur Johannessen var skipaður Ríkislögreglustjóri. Og nú er það þetta:

www.ruv.is

Aðstoðarríkislögreglustjóraembætti lítið auglýst

Aðeins einn umsækjandi sótti um stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra, næstæðstu stöðu lögreglunnar í landinu. Staðan var auglýst í vefútgáfu Lögbirtingarblaðsins. Framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna segir það furðu sæta að fleiri hafi ekki sótt um og telur að slíkar auglýsingar eigi að birta sem víðast.

Dómsmálaráðuneytið auglýsti embætti aðstoðarríkislögreglustjóra laust til umsóknar í vefútgáfu Lögbirtingablaðsins 20.apríl. bls 1002 Umsóknarfrestur rann út 4. Maí, síðastliðinn föstudag en þann dag birtist auglýsingin í prentuðu útgáfu blaðsins. Sá eini sem sótti um stöðuna var Páll Winkel lögfræðingur en hann hefur síðustu vikur stýrt stjórnsýslusviði ríkislögreglustjóra en var áður framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna.

Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins segir að laust embætti skuli auglýsa í Lögbirtingablaðinu. Hins vegar er algengt að embætti á vegum ríkisins séu auglýst víðar. Lögreglumenn sem fréttastofa Sjónvarps ræddi við segjast margir ekki skilja hvers vegna staðan var ekki auglýst á vef lögreglunnar eða á starfatorgi. Það er dómsmálaráðherra sem skipar í stöðuna til fimm ára. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði í dag að Lögbirtingarblaðið væri mjög fínn vettvangur til að auglýsa lausar stöður og hefði reynst ágætlega. Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna segir að slíkar auglýsingar eigi að birta víða. Nokkrir lögmenn og lögreglumenn sem rætt var við í dag höfðu ekki séð auglýsinguna og þótti miður.

Dómsmálaráðuneytið hefur ítrekað vikið sér undan reglum um auglýsingar á lausum störfum segir Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM. Ráðuneytið hefði átt að auglýsa stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra víðar en í Lögbirtingablaðinu. Í reglum fjármálaráðuneytisins um auglýsingar á lausum störfum í opinbera geiranum kemur skýrt fram að auglýsing þurfi að birtast á sérstöku vefsvæði um laus störf hjá ríkinu. Auk þess þurfi auglýsing að birtist a.m.k. einu sinni í dagblaði sem gefið er út á landsvísu.

 

Bendi líka á það sem Pétur Gunnarsson segir um þetta mál:

Eini maðurinn, sem vissi af auglýsingunni og sótti um í tæka tíð, er mér sagt að sé sonur ritara dómsmálaráðherra.

Sá heitir Páll Winkel og er nýtekinn við starfi hjá Ríkislögreglustjóra en var áður framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Páll er líklega þekktastur fyrir grein sem hann birti 3. febrúar sl. í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Hvenær brýtur maður lög? en þar hjólaði hann í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vegna Baugsmálsins og sagði meðal annars: "Það er athyglisvert að greina röksemdafærslu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem haldið hefur því fram og síðast nú á dögunum að ákæruvaldið sé "handbendi" Sjálfstæðisflokksins."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband