Leita í fréttum mbl.is

"Arnarvarpi spillt og ernir skotnir hér"

Ég held bara að það sé ekki í lagi með fólk:

www.ruv.is

Arnarvarpi spillt og ernir skotnir hér

 
 
Talið er að aðeins hafi 33 arnarpör orpið í vor sem er fjórðungi minna en í fyrra þegar hreiðrin voru 44.

Þetta kemur fram á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Í arnarstofninum eru nú talin 64 fullorðin pör og virðist hann standa í stað eftir hægan en samfelldan vöxt um langt skeið. Tæpur helmingur arnarpara hefur því ekki orpið í vor. Ekki er ljóst hvað veldur en veðráttan í vor og síðla vetrar var örnum hagstæð og var búist við góðu arnarvarpi.

Fram kemur að meira hefur verið um það í vor en endranær að reynt hafi verið að spilla fyrir varpi með vísvitandi truflunum og sáust merki um slíkt á 12 varpsvæðum af 75 sem könnuð voru. Varphólmar voru brenndir á tveimur svæðum, grjót borið í hreiður og hræður og flögg sett upp til að fæla erni frá óðulum.

Skýrt er kveðið á um í lögum um friðhelgi arnarhreiðra og nánasta umhverfis þeirra. Þrátt fyrir alfriðun í nær heila öld eru ernir öðru hverju skotnir. Í lok apríl fannst nýdauður fullorðinn örn við Breiðafjörð sem skotinn hafði verið með haglabyssu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband