Leita í fréttum mbl.is

"Við getum ekkert um þetta sagt, þetta er málefni viðkomandi sveitarfélags"

Ég sætti mig bara ekki við þetta að nokkrir kjörnir fulltrúar í litlu sveitarfélagi geti bara sisvona tekið ákvarðanir um virkjarnir án þess að þjóðin sem heild hafi ekkert um þetta að segja. Skv. málflutningi Jónínu í þessum umræðuþætti Kastljóss í kvöld frá Egilstöðum er ekkert sem hægt er um þessi virkjanaáform að segja nái Landsvirkjun samningum við viðkomandi sveitarfélög. En hún gleymir að við þjóðin eigum Landsvirkjun og henni ber að fara eftir vilja eigenda. Eins þá geymir hún að Framsókn hefur haft langan tíma til að vinna að því að gera náttúruverndar- og nýtingaráætlun. Þar sem að tekið væri fyrir áætlanir um t.d. Norðlingaöldu og fleiri vafasamar virkjarnir. Eins að Framsókn hefur stungið upp á að gera slíka áætlun en bíða með gildistöku þar til 2010 svo að hægt væri að hefja sem flestar framkvæmdir áður en búið væri að gera heildstæða áætlun um þessi mál.

Eins að með auglýsingum sínum er Framsókn í raun að lýsa framhaldinu ef þau halda völdum. Þ.e. ekkert stopp. Sem sagt ekkert að staldra við og komast að samkomulagi í landinu um hvernig við bæði verndum og nýtum landið í sátt. Nei ég held að Framsókn sé ekki á vetur setjandi í stjórn. A.m.k. ekki með Sjálfstæðisflokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband