Leita í fréttum mbl.is

R-listinn?

Það er alveg spurning hvað réttast væri fyrir Framsókn að gera . Hvort að það væri rétt fyrir flokkinn að fara í stjórnarandstöðu eða vera áfram með Sjálfstæðismönnum. Ef þeir halda áfram í þessu samstarfi ber þess þó að geta að þeir eru í engri stöðu til að gera nokkrar kröfur hvorki um ráðuneyti né stefnumál. Því verða þeir þá að kyngja öllu stolti og viðurkenna að þeir eru þar aðallega til að viðhalda og efla stöður sínar og sinna manna víðsvegar um stjórnkerið.

En færu þeir í R- lista samstarf er samningastaða þeirra sterkari. Þar kæmu þeir inn á meiri jafnréttisgrundvelli og það yrði samið um stefnumál stjórnar.

Mér sem vinstri manni líst frekar á R lista samstarf frekar en að minn flokkur Samfylking færi í samstarf við Sjálfstæðismenn og tækju þá sveiflu til hægri.

Var annars að lesa þetta á www.mannlif.is

VG daðrar við Sjálfstæðisflokk

13 maí 2007

Meldingar eru hafnar um nýja ríkisstjórn í stað þeirra lemstruðu stjórnar sem Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem nú þyrfti í framhaldslífi að treysta á eins þingmanns meirihluta eða 32 þingmenn. Vilji er innan VG, sigurvegara kosninganna, að taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn með Geir Haarde sem forsætisráðherra. en sú stjórn hefði þriggja þingmanna meirihluta. Einsýnt þykir að stjórnin er óstarfhæf í ljósi þess að ólíkindatól á borð við Árna Johnsen, endurreistan þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Bjarna Harðarson,nýliða Framsóknarflokks, eru um borð í löskuðu fleyinu. Bjarni lýsti því í Silfri Egils að hann teldi vinstri stjórn Framsóknar, Samfylkingar og VG æskilegri en núverandi stjórn enb vitað er að Bjarni tilheyrir þeim armi ´Framsóknar sem hefur verið andvígur samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þá má víst telja að Árna Johnsen verður ekki haldið áhrifalausum í jafnveikri stjórn. Það eru því spennandi dagar í vændum en Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, benti á þann möguleika í Silfri Egils að Framsóknarráðherrar segðu af sér og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi þá úthluta umboði til stjórnarmyndunar. Var svo að sjá að nýliðanum Bjarna hugnaðist ágætlega sú leið en það er lífsspursmál fyrir Össur og svilkonuna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í skugga stórtaps að fá inni í ríkisstjórn

Og þetta á sama stað www.mannlif.is

Sleggjan felldi formanninn

13 maí 2007

Sá sigur Kristins H. Gunnarssonar, alþingismanns að hafa náð kjöri sem uppbótarmaður í Norðvesturkjördæmi þykir ganga kraftaverki næst en fáir höfðu spáð því að hann næði kjöri. Ruðningsáhrifin af kjöri Sleggjunnar gera svo sigurinn enn sætari. Þegar Kristinn dúkkaði upp síðla kosninganætur kostaði það nefnilega Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, uppbótarsætið og Herdís Sæmundardóttir, sem hafði verið inni lengst af kosninganótt sem þingmaður datt út við hlið Magnúsar Stefánssonar í Norðvesturkjördæmi. Það má því segja að Kristinn hafi komist inn með stæl og náð samtímis hefndum gegn sínum gömlu félögum í Framsóknarflokknum ...


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Ríkisstjórnin of veik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband