Leita í fréttum mbl.is

Getur framsókn gert einhverjar kröfur?

Held að flokkurinn fórni sinni félagshyggju fyrir völd verði af þessu. Þá er mér til efs að fólk sætti sig við að ráðherrar víkji af þingi og varamenn komi í staðinn. Þessi hugmynd er kannski skoðunarverð en ekki bara til að bjarga Framsókn núna þegar staðan er sú að flokkurinn getur illa mannað ráðuneyti og allar nefndi.

En skv. fréttum er þetta líklegasta niðurstaðan skv. fréttum. Eins hefur verið nefnd minnihlutastjórn Vg og Samfylkingar með stuðningi Framsóknar. Og svo R lista samstarf.

En það má vera nokkuð ljóst að samstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknar verður mótað af því að Framsókn fær að vera með á vagninum og því verður það málefnaskrá Sjálfstæðismanna sem ræður. Og þá er í raun hægt að segja að hér verður ultra hægri stjórnarstefna hér næstu árin. Stóiðjustefnan veður áfram.  Sem og að áfram verður unnið að því að koma auðlyndum okkar í einkaeign sem og nýtingu á þeimá. Og hér verður haldið áfram að hagræða fyrir auðmenn á meðan þeir sem minna mega sín verða að lepja dauðan úr skel.

Útvarpið fer sem og Lansvirkjun. Þjónustugjöld verða hækkuð. Þennslan verður hér áfram þar sem að hún stendur undir útrás fjármagns héðan til annarra landa.

Einkavinir stjórnarflokkanna fá forgang að öllum störfum og einkavinavæðing kemst á fullt.

Egill Helgason segir um þessa möguleika á stjórnmyndunum í gær m.a.

Hugsanlega eru þessar viðræður bara til málamynda - eða kannski nennir Geir, sem stundum virkar ansi værukær, barasta ekki að skipta? Það virkar hins vegar dálítið hæpið að fara í stjórn með eins sætis meirihluta sem veltur á Árna Johnsen. Þess utan er engin leið að halda því fram að það séu skilaboð kjósenda að Framsókn eigi að sitja áfram í ríkisstjórn.

Á hvaða forsendum yrði það líka? Varla upp á helmings hlut eins og hingað til - Framsókn yrði kannski að sætta sig við þrjá ráðherrastóla móti til dæmis sjö ráðherrum Sjálfstæðisflokks. Annað væri móðgun við kjósendur.

 

Frétt af mbl.is

  Líklegast að stjórnin sitji áfram
Innlent | Morgunblaðið | 14.5.2007 | 5:30
Mynd 428185 Miklar líkur eru á því að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði haldið áfram, segir Ólafur Þ. Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins í fréttaskýringu í blaðinu í dag. Flokkarnir fengu samtals 32 þingmenn í kosningunum á laugardag, minnsta mögulega meirihluta.


mbl.is Líklegast að stjórnin sitji áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband