Leita í fréttum mbl.is

Stjórnin geirnegld

Það er ekki hægt að segja að áframhaldandi stjórnarsamstarf hafi verið skilaboð frá kjósendum né að þessir flokkar hafi fengið umboð frá kjósendum. Þessi stjórn kemur til með að vera mynduð vegna galla í kosningakerfin okkar sem gerir það að verkum að flokkar geta fengið meirihluta þingmanna án þess að hafa einu sinni 50% atkvæða. Þetta er náttúrulega ekki í lagi. Nú heiti ég á alla stórnarandstöðuflokkanna, bloggara og ritfært fólk að gera þessari stórn ekki þann greiða að fá að starfa óáreytt. Heldur berjum við í alla bresti og linnum ekki látunum fyrir en að eitthvað brestur.

Það er einnig eftirtektarvert ef þetta sem hér er fyrir neðan er réttm er ekkert verið að tala um málin heldur bara stóla og völd.  Það er búið að plata kjósendur til að kjósa og nú verður bara haldið áfram þar sem frá var horfið.

 Eftirfarandi er tekið af www.mannlif.is

Stjórnin geirnegld

14 maí 2007

Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samkvæmt heimildum Mannlífs. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun í einu og öllu fara að vilja Geirs H. Haarde og innan Framsóknarflokksins hefur verið tryggt að Siv Friðleifsdóttir og Bjarni Harðarson verði til friðs innan nýrrar ríkisstjórnar.

Vilji formannanna er fyrir hendi og samkvæmt heimildum hefur þegar verið ákveðið að halda samstarfinu áfram þó skipting ráðuneyta og önnur atriði séu enn ófrágengin. Áframhaldandi seta á ráðherrastóli gagnast heilbrigðisráðherranum Siv vel og styrkir stöðu hennar innan Framsóknarflokksins. Hún komst aftur inn á þig, ólíkt Jóni Sigurðssyni sem felldi hana í formannskjöri þannig að meira verður væntanlega látið eftir henni en ella.

Vonir Sifjar um að ná formannsætinu verða bjartari haldi hún ráðherrasæti og ætla má að hún og krónprinsinn Björn Ingi Hrafnsson muni bítast á um stöðuna á miðju kjörtímabili. Björn Ingi stynur vitaskuld þungann, rétt eins og aðrir framsóknarmenn, yfir afhroðinu í kosningunum þó niðurstaðan geti vissulega gagnast honum persónulega. Krafan um að yngt verði upp í flokksforystunni hlýtur að magnast verulega í kjölfar ósigursins og Björn mun þá eflaust stíga fram sem hinn smurði úr ráðhúsinu og gera tilkall til krúnunnar ...

 

Ný stjórn að skríða saman

14 maí 2007

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru langt komnir með myndun nýrrar ríkisstjórnar og hún gæti jafnvel litið dagsins ljós seinni partinn í dag. Sjálfstæðismenn telja eðlilegt að þeir fái þrjú veigamestu ráðuneytin og taki forsætis-, utanríkis- og fjármálaráðuneytið. Þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að öllum líkindum að verða utanríkisráðherra.

Það eina sem stendur í sjálfstæðismönnum er staða Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, þar sem einhverjir líta svo á að kjósendur hafi hafnað honum á laugardaginn. Samkvæmt heimildum Mannlífs munu menn þó ekki láta þetta aftra sér frá því að halda stjórnarsamstarfinu áfram.

Verði þetta úr mun Sjálfstæðisflokkurinn að öllum líkindum fá sjö ráðuneyti og Framsóknarflokkur fimm og þar af væru aðeins fjórir framsóknarráðherrar með þingsæti. Fái Sjálfstæðisflokkurinn sjö ráðherra verður Guðlaugur Þór Þórðarson klárlega ráðherra og erfitt verður að ganga fram hjá Bjarna Benediktssyni sem myndi þýða að einn sitjandi ráðherra flokksins verði að víkja og beinast þá sjónir fyrst og fremst að Einari K. Guðfinnssyni, Sturlu Böðvarssyni og Birni Bjarnasyni. Þá má ekki gleyma þætti kvenna í stjórninni en Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að þurfa að gæta að kynjahlutföllum og þá gætu til dæmis möguleikar Guðfinnu Bjarnadóttur á ráðherrastóli opnast ...


mbl.is Geir: Sérstök ákvörðun ef stjórnarsamstarfið heldur ekki áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband