Leita í fréttum mbl.is

Bendi á skrif Egils Helgasonar um þessar fréttir um stjórnarsetu Framsóknar og Sjálfstæðismanna

Góð grein eftir Egil Helgason í kvöld á Silfri Egils þar sem hann fer aðeins yfir hvernig mál eru að þróast í í hugsanlegu áframhaldandi  stjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðismanna:

Hann segir m.a.

Hvernig lítur þetta þá út? Plottið er einhvern veginn svona: Framsókn fer í stjórn, það er óvíst hvað hún tekur marga ráðherrastóla. Fyrir Jón Sigurðsson er þetta lífsnauðsyn. Annars er stuttum tíma hans í pólitík lokið.

Það er líka annað í myndinni - Siv Friðleifsdóttir. Hún styrkti stöðu sína með því að verða eini þingmaður flokksins á höfuðborgarsvæðinu. En flokkseigendafélag Framsóknar vill ekki að Siv fái meiri metorð. Ef Jón þarf að taka pokann sinn er eins líklegt að hún geri aftur tilkall til þess að verða formaður. Með því að fara í ríkisstjórn er hægt að gera Siv óskaðlega. 

Þingmenn Framsóknar eru ekki nema sjö. Það gæti verið praktískt erfitt fyrir flokkinn að starfa í ríkisstjórn. En á því er lausn. Ráðherrar flokksins munu ekki sitja á þingi, heldur verður kallað á varamenn. Þá geta fleiri framsóknarmenn komist að þótt þeir hafi ekki fengist kosningu - og þá hefur flokkurinn mannskap til að manna helstu þingnefndir.

Eins þá segir Egill:

Fyrir Framsóknarflokkinn er þetta algjört hættuspil. Þetta gæti hreint út sagt orðið banabiti flokksins. Kjósendur líta almennt svo á að flokkurinn hafi takmarkað umboð til að sitja áfram í ríkisstjórn - og þá alls ekki Jón Sigurðsson sem féll harkalega í kosningunum. Umfjöllun um flokkinn verður mjög neikvæð í kjölfar þessa, rétt eins og þegar Halldór Ásgrímsson var dubbaður upp sem forsætisráðherra.

Ráðherrar flokksins vilja þetta. Eftir yfirlýsingarnar fyrir kosningar og á kosninganóttina hafa frammámenn í Framsóknarflokknum verið í óða önn við að selja sjálfum sér þessa hugmynd. Kannski þurfa þeir ekki beita sig miklum fortölum.

Það er hins vegar spurning um almenna flokksmenn og grasrótina. Þar verður ábyggilega hart deilt um þessar fyrirætlanir sem kunna að varða sjálft líf flokksins.

En þetta má lesa í heild sinni hér. Góðir punktar hjá Agli.

 


mbl.is Þingflokkar stjórnarflokkanna á fundum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband