Leita í fréttum mbl.is

Össur með magnaða lýsingu á viðtali við Guðna Ágústsson

Var að ð lesa þessa færstu hjá Össuri um viðtal sem hann horfði á við Guðna Ágústsson. EN þar segir Össur m.a.

Í dag sá íslenska þjóðin í raunalegri mynd hvernig valdið og fríðindi þess fara með jafnvel bestu menn. Í beinni útsendingu Stöðvar 2 reif sonurinn frá Brúnastöðum, Guðni Ágústsson, af sér síðustu leifar pólitískrar sjálfsvirðingar, féll á hnén og nánast grátbað Sjálfstæðisflokkinn um að reka sig ekki á dyr.

Með tárin í augunum bauð landbúnaðarráðherrann allt, sem hægt er að bjóða. Hugsjónir, sjálfsvirðingu, eigin orð. Guðni bauð að Sjálfstæðisflokkurinn fengi frá Framsókn nokkra ráðherrastóla - bara ef hann fengi áfram að vera í ríkisstjórninni

Hvet fólk til að lesa þessa færslu hans Össurar í heild hér

Einnig hægt að benda á þessa færslu hjá Guðríði Arnardóttur En þar segir hún m.a.

En tíðindi dagsins eru vissulega þau að nú tala þeir saman Jón og Geir og miðað við þær fréttir sem leka út virðist eina vandamál þeirra félaga vera hvernig á að dekka ráð og nefndir með þetta litlum styrk Framsóknarmanna.  Já ég heyrði ekki betur í útvarpinu í dag en menn hugsi sér 3 ráðuneyti til handa framsóknarmönnum og þannig ætli þeir sér að kalla inn 3 varaþingmenn fyrir þá framsóknamenn sem fá ráðherrastóla.  Já og fjölga þannig í þingflokknum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Mér heyrist nú vera stólafiðringur hjá öllum flokkum.Það er ömurlegt að heyra í forustumönnum flokkanna keppast við að geta stokkið upp í rúmið hjá Geir.Hin klassíska ástæða að koma málefnum sinna flokka á framfæri í ríkistjórn.

Sem Samfylkingarmaður vil ég enn og aftur ítreka,að Samfylkingin er eina öfluga mótvægið gegn Sjálfstæðisfl.og getur því ekki farið í ríkisstjórn með þeim.Samfylkingin á að leiða ríkisstjórn ,vera augsljós valkostur kjósenda.Sjálfstæðisfl.hefur leitt ríkistjórnir í 70 -80%  frá frá stríðslokum 1945 og nú samfleytt í 16 ár.Þetta er nú ekki það stjórnskipulag sem þjónar lýðræðinu best.

Á blogginu mínu í dag fjalla ég um þessi mál.

Kristján Pétursson, 15.5.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband