Leita í fréttum mbl.is

Hef verið að hugsa um ófarir Framsóknar nú í síðustu kosningum

Það er nokkuð ljóst að bæði nú í kosningum til Alþingis  sem og í síðustu sveitarstjórnakosningum hrapaði framsókn niður í fylgi. Og nokkuð ljóst er að kjósendur flokksins eru að flykkjast frá þeim. Fyrir því tel ég að séu nokkrar ástæður:

  • Framsókn er farin að koma fram við kjósendur af frekju. Með því er ég tildæmis að vitnað í það þegar flokkurinn stendur fremst í því að þegar að meirihluti fólks vill staldra við varðandi stóriðju og virkjanir þá tala fulltrúar flokksins fyrir allt öðru
  • Þetta tengslaleysi byrjað í tíð Halldórs sem ásamt Davíð fóru að taka ákvarðanir t.d. varðandi Írak án þess að ráðfæra sig við Alþingi.
  • Ráðuneytin sem Framsókn hefur tekið að sér hafa ekki staðið sig. T.d. varðandi byggingu hjúkrunarrýma og  að standa vörð um réttindi öryrkja og ellilífeyrisþega.
  • Bændur og bændahöfðingjar eru minnkandi stétt en Framsókn hefur með ósveigjanleika komið í veg fyrir eðlilega viðskiptahætti með landbúnaðarvörur og ekki stuðlað að hagkvæmni í framleiðslu þar.
  • Framsókn er sem sagt komin út tengslum við fólkið í landinu almennt og snýst nú bara um vilja valdastéttarinnar í flokknum um að viðhalda völdum þeirra.
  • Og Framsókn er að verða eins og hækja fyrir Sjálfstæðismenn sem hefur ekki sjálfstæða stefnu í neinu en fylgir Sjálfstæðismönnum

Jónas Kristjánsson segir um Framsókn:

 

15.05.2007
Zero Framsókn
Geir Haarde forsætis segir Framsókn geta áfram verið hækja ríkisstjórnar hans. Eins og hún er hækja meirihlutans í Reykjavík með sex prósent fylgi. Framsókn virðist vera sátt við ummæli Geirs. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar ráðamanna í flokknum um, að nú sé kominn tími til að sleikja sárin. Hversu langt má fylgi flokksins hrapa, án þess að forustu hans finnist kominn tími til að hlusta á fólk? Til þess að finna út úr því verða kjósendur næst að koma henni alveg út af þingi og alveg út úr borgarstjórn. Framsókn er nefnilega vinnumiðlun, sem skilur ekki bless. Bara zero Framsókn dugar.

Og þetta segir Egill Helgason

Ráðherrar Framsóknar vilja sitja áfram í ríkisstjórn. Eins og bent hefur verið á eru þeir orðnir vanir því að hafa einkabílstjóra og því að þurfa ekki að opna póstinn sinn sjálfir. Það verður dálítið sjokk að verða bara óbreyttir þingmenn eða borgarar eftir tólf ár í ríkisstjórn. En ef Guðni, Valgerður, Magnús, Siv, Jónína og Jón vilja halda áfram í ríkisstjórn á þessum nótum væri í rauninni einfaldara fyrir þau að ganga hreinlega í Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Framhald núverandi stjórnarsamstarfs feigðarflan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband