Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörgu hollt að gæta að sér!

Ég tal að almennir fylgismenn Samfylkingar sætti sig ekki við hvaða stjórnarsáttmála sem er. Ég persónulega sætti mig ekki við

  • Að t.d. Landsvirkjun og skild fyrirtæki verði seld að minnsta kosti ekki grunneiningar.
  • Ég sætti mig ekki við að landinu eða auðlyndum verði úthlutað til einhverja fyrirtækja eða einstaklinga til varanlegrar eignar.
  • Ég sætti mig ekki við samið verði um aukinn þjónsutugjöld í heilbrigðiskerfinu.
  • Ég sætti mig ekki við að samið verði um að það dragist að leysa út vandamálum, barna með geðræn vandamál, skorti á hjúkrunarýmum og þessháttar.
  • Ég sætti mig ekki við frekari lækkun á sköttum fyrirtækja og stóreignamanna fyrr en að öryrkjar og láglaunafólk hefur fengið viðunandi kjör.

Ég vill að Samfylkingin leggi áherslur á málefnin í samningum við Sjálfstæðismenn ekki hvaða metorð bjóðast fulltrúum flokksins.

Ef að örlar á því að Samfylking sé að selja sálu sína fyrir völdin þá tek ég stuðning minn og atkvæði til alvarlegrar endurskoðuna. Ekki það að ég sé neitt nema venjulegur kjósandi en ég held að fleiri séu í nokkrum vafa um hvort þetta sé rétt. Megin hluti kjósenda eru jú jafnaðar og vinstir menn og sætta sig ekki við stór stökk til hægri.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Völd stjórnmálaflokka færa þeim áhrif á málefni, án valda breyta þeir engu. Samfylkingin fær vafalaust vald yfir ákveðnum málflokkum en verður að að leyfa Sjálfstæðisflokki að ráða öðrum. Það er mikil framför fyrir Samfylkinguna frá því að hafa engin völd og ráða engum málfefnum. 

Helgi Jóhann Hauksson, 17.5.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ég held að það séu engar ástæður til að hafa áhyggjur af þessu Magnús.  Samfylkingin með Ingibjörgu Sólrúnu í forystu mun fá sitt fram!

Egill Rúnar Sigurðsson, 17.5.2007 kl. 23:33

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En það er samt ekki öllu fórnandi fyrir völdin. Flokkurinn stendur fyrir ákveðna stefnu og þó það verði að gera málamiðlanir í stjórnarsáttmála þá verður flokkurinn að muna að hann stendur fyrir jöfnuð og jafnaðarmennsku og meirihluti kjósenda flokksins kaus hann á þeirri forsendu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.5.2007 kl. 23:33

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. hef fulla trú á Ingibjörgu. Ég vill bara að þetta sé haft í huga.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.5.2007 kl. 23:35

5 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mér sýnist þú ekki vera að treysta Ingibjörgu

Ekki taka því samt illa að ég skuli segja svo, því ég skil vel þar sem okkar allra hagsmunir eru í húfi. Við verðum að hafa góða stjórn og bíst ég við að hún verði mjög fín ef D og S ná saman  

Inga Lára Helgadóttir, 17.5.2007 kl. 23:46

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég treysti Ingibjörgu en hef alltaf einhvern beyg af því að vinna með sjálfstæðismönnum. Finnst t.d. stríð þeirra við Baug og embættisveitingar eitthvað sem er að mínu skapi. Það er því sem ég er að setja þessa varnagla. Hefði svo gjarnan viljað vinstri stjórn. En Vg að mínu mati klúðraði því.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.5.2007 kl. 00:08

7 Smámynd: Steinarsson

ERu allir Búnir að gleyma hvernig hún fór með reykvíkinga þegar hún tók við 7000 þús kr hækkun fasteignagjalda fyrsta árið röð biðraða á leikskóla ofl mér hlakkar ekki til

Steinarsson, 18.5.2007 kl. 00:12

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér sýnast Sjálfstæðismenn ekki gera neitt rosalegt fyrsta árið sitt í Reykjavík. Selja lóðir á 3 földu verði sem þeir höfðu áður lofað. Og umhverfisvernd bara svona auglýsingar og ókeypis í stöðumæla. Og aðrar breytingar hefur maður nú ekki séð á þessu ári síðan þeir voru kosnir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.5.2007 kl. 00:26

9 Smámynd: krossgata

Það verða örugglega málamiðlanir, vonandi á réttum stöðum.  En "röð biðraða á leikskóla"?  Steinarsson, hvar varst þú, biðraðir á leikskóla voru í tíð sjálfstæðisflokksins og hvarf nánast í tíð R-listans.  Leikskólabiðröðin færðist á aldursbilið 9 - 18 mánaða, en það er annað og öðru vísi þjónustustig.  Áður fékk maður leikskólapláss fyrir barn þegar það varð 4 ára, ef maður var ekki í neinum forgangshópi.  Mér er annars minnisstætt hvað sjálfstæðisflokkurinn óaði og æjaði yfir ruslinu í borginni í kosningabaráttunni, ca. ár síðan.  Þegar ég lít yfir borgina í dag sé ég jafn mikið rusl.  Það er alveg ljóst að fólk gengur ekkert betur um þó sjálfstæðisflokkur sé við stjórnvölinn og ekki eru núverandi stjórnvöld borgarinn duglegri að hreinsa.  Þau eru samt duglegri að auglýsa að þau muni hreinsa rusl, sem þau hreins svo ekki.  (Reynsla síðasta sumars í mínu hverfi).

krossgata, 18.5.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband