Leita í fréttum mbl.is

Neyðin kennir naktri konu að spinna og Sjálfstæðismönnum að huga að ESB

Það er náttúrulega hræðilegt ástandi þarna á Flateyri og spurning hvort að þarna sé ekki bara uppahafið að vaxandi vandamáli. Heyrði viðtal við framkvæmdarstjóra Kambs sem lýsti því að skuldir fyrirtækisins væru orðnar gífurlegar og vegna gengis krónunnar og vaxta þá gengi þetta ekki lengur hjá þeim.

Síðan las ég þetta í viðtali við Einar Odd Kristjánsson  á www.bb.is:

Einar segir að peningamálastefna landsins verði að breytast og að það sé mikið hagsmunamál landbyggðarinnar. „Við lifum á útflutningi og gott efnahagsumhverfi er okkur nauðsyn. Ég hef gagnrýnt stefnu Seðlabankans um verðbólgumarkmið í mörg ár. Vextirnir eru allt of háir og vaxtamunurinn drífur áfram þetta háa gengi vegna innstreymis á lánsfé.“ Einar segir að ekki sé lifað við þessa óstjórn mikið lengur. „Það eru margir sem segja að við getum ekki búið við íslensku krónuna mikið lengur og verðum að taka upp aðra mynt og eru þá að segja að verðum að ganga í ESB. Ef við finnum engin önnur ráð en þau sem við beitum núna verðum við að íhuga ESB aðild. Ég hef samt trú á því að við finnum önnur ráð en það er ljóst að það er ekki búandi við þessa stjórn peningamála.“

Þetta er nú það sem þeir sem eru fylgjandi ESB hafa verið að benda á. En jú andstæðingar bent á að hér væri allt í sóma. En er það? Er ekki ótakmarkaður aðgangur að lánsfé búinn að halda lífi í þessari atvinnugrein nú um nokkur ár? Er ekki nú komið að því að gengið og vextirnir fara að taka sinn toll? Mér er sagt að vegna "Krónubréfa" og "Jöklabréfa" þá sé Seðlabankinn bundinn af því að ef hann lækkar vexti eitthvað að ráði eða stuðlar að gengisbreytingum þá gætu erlendir spákaupmenn sem eiga þessi bréf farið að innleysa þau það hratt að hér færi að hrikta í öllum stoðum efnahagslífsins. Þetta eru víst orðnir um 300 milljarðar sem eru í þessum bréfum. Og þau tilkomin vegna vaxta hér sem eru 4x hærri en annarsstaðar á Vesturlöndum.

Því segi ég það að við erum einfaldlega of lítil til að halda uppi sjálfstæðri mynnt.

Frétt af mbl.is

  Staða starfsfólks Kambs mjög alvarleg
Innlent | Morgunblaðið | 19.5.2007 | 16:31
Starfsfólki Kambs var sagt upp í gær. „Þetta er auðvitað skelfilegt mál, sem við stöndum mjög ráðþrota frammi fyrir. Störf 120 manna eru í húfi og það er alvaran í málinu. Auðvitað vonumst við til þess að sem mest af þessum aflaheimildum verði til staðar áfram á þessu atvinnusvæði sem Flateyri er á, en það breytir auðvitað ekki því að staða fólksins sem hefur haft afkomu sína af starfsemi Kambs er mjög alvarleg og það þjónar engum tilgangi að reyna draga fjöður yfir það,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið um stöðuna í atvinnumálum á Flateyri, en fyrir liggur að fiskvinnslan Kambur hættir starfsemi síðar í sumar.


mbl.is Staða starfsfólks Kambs mjög alvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband