Leita í fréttum mbl.is

Alveg ótrúlegt hatur Styrmis á Sólrúnu

Í framahaldi af Silfri Egils í dag þá settist ég yfir Reykjavíkurbréf Styrmis Gunnarssonar í Morgunblaðinu í dag. Og af lestri bréfsins má vera ljóst að hann ber alveg svakalegt hatur til Ingibjargar Sólrúnu og óskar þessari hugsanlegu stjórn allt hins versta. Hann talar um :

  • að Ingibjörg muni slíta samstarfinu á miðju tímabili
  • að þetta sé sko alls ekki "Viðeyjarstjórn". Því að alls ekki sé um gamla Alþýðuflokkinn að ræða heldur að Samfylkingunni sé stjórnað af fólki sem upprunalega sé komið úr Alþýðubandalaginu og Kvennalista.
  • að ef að Ingibjörg hefði ekki fengið þetta tækifæri til stjórnarmyndunar hefði Samfylkingin sparkað henni
  • að þetta geti skapað miklar deilur og klofning innan Sjálfstæðisflokks
  • að það sé tímabært fyrir sátt milli frjálslyndra og sjálfstæðismanna væntanleg með sameiningu í huga.

Ég held bara að Styrmir verði að sætta sig við að pólitíkin hefur þroskast frá Morgunblaðinu og þar með að völd hans (Styrmis) eru sem betur fer dvínandi. Þetta er alveg ótrúlegt hatur manns sem sem kennir ákveðinni manneskju um vaxandi áhrifaleysi sitt


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Skrif Styrmis Gunnarssonar eru ekki lengur marktæk þegar hann fjallar um ISG.Hann er ekki í neinu jafnvægi bullar eitthvað út í loftið,sem á sér enga stoð í veruleikanum.Það er sorglegt þegar virtur ritstj.til margra ára missir öll tök á sjálfum sér vegna ranghugmynda um tiltekna persónu.Ég óska Styrmi alls góðs,þessi púki sem hefur hlaupið í hann verður tæpast langlífur. 

Kristján Pétursson, 20.5.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Styrmir beið gríðarlegan álitshnekki í þjóðfélaginu þegar hann var afhjúpaður sem samsærismaður með birtingu tölvupósta í Fréttablaðinu í sambandi við aðdraganda Baugsmálsins. Klaufalegar og ótrúverðugar skýringar gerðu lítið til að bæta það og hverjum sem sjá vildi augljóst hvað bjó að baki aðfararinnar að Baugi. Held að Styrmir ætti að hafa vit á því að vera ekki að belgja sig of mikið, nægan skaða hefur hann unnið Íslendingum nú þegar með ógeðfeldu samkrullinu í aðdraganda Baugsmálsins með Jónínu Ben og nokkrum "innmúruðum" sjálfstæðismönnum.

Georg P Sveinbjörnsson, 21.5.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband