Leita í fréttum mbl.is

Er ekki ljóst að innan allra trúarbragða leynist illska og skepnuskapur og hefur gert um aldir

Svona í anda þeirra sem tala um múslima og að við eigum að loka landamærum fyrir þeim "skríl" þá væri kannski rétta að spyrja: Eigum við ekki að banna hér Kaþólsku fólki að búa eða flytja hingað? Þau aðhyllast trúarbrögð sem hafa orðið vís að stöðugum kynferðisbrotum og öðru ofbeldi bæði hér og svo miklu meira erlendis!

Í dag má finna þessa frétt á ruv.is og ég minni á Landakotsskóla og óhæfuverkin þar og svo gætum við kíkt á Þjóðkirkjuna. Eins höfum við heyrt sögur frá Vottum Jehóva og fleira og fleira.

Að minnsta kosti 231 barn í einum frægasta og elsta barnakór heims, var beitt ofbeldi. Þetta kemur fram í áfangaskýrslu lögfræðings sem ráðinn hefur verið til að rannsaka ásakanir um ofbeldi innan kórsins og á heimavistarskóla honum tengdum. Sumir drengjanna voru barðir illa, aðrir sveltir og enn öðrum nauðgað. Flest brotin voru framin á seinni hluta áttunda áratugarins.

 Kórinn, Regensburger Domspatzen, á sér yfir þúsund ára langa sögu og er líklega þekktasti drengjakór Þýskalands.

Bróðir Benedikts páfa XIV, Georg Ratzinger, var kórstjóri Domspatzen í þrjá áratugi, frá 1964 til 1994. Það er á því tímabili sem meginhluti ofbeldisins átti sér stað, að því er fram kemur í fjölmiðlum. Ratzinger segir að meint kynferðisofbeldi hafi aldrei komið til umræðu, þann tíma sem hann stýrði kórnum.

Fyrrum nemandi í skólanum greindi frá því í viðtali við Der Spiegel, árið 2010, að í skólanum hafi tíðkast refsingar sem virtust tengjast kvalalosta. Fjölmörg hneykslismál hafa komið upp undanfarin ár innan kaþólsku kirkjunnar. Upplýst hefur verið um mikið og gróft kynferðisofbeldi af hálfu presta, meðal annars í jesúítaskóla í Berlín, á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Fátítt er að ofbeldismennirnir þurfi að svara til saka, þar sem glæpirnir eru oftast fyrndir. Háværar kröfur hafa verið uppi um að lögum verði breytt og að kirkjan greiði þolendum ofbeldisins bætur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki uppýsirðu hér um það, Magnús, hve margir meðlimir þessa kórs hafa verið í yfir þúsund ára sögu hans. Er ekki rétt að upplýsingar um það fái að fylgja hér með, til samanburðar?

Svo alhæfirðu hér með frakkasta hætti um kaþólskt fólk (sem er hartnær 1200 milljónir manna í veröldinni núlifandi): "Þau aðhyllast trúarbrögð sem hafa orðið vís að stöðugum kynferðisbrotum og öðru ofbeldi bæði hér og svo miklu meira erlendis!"

Hefur kaþólska trúin eða trúarbrögð kaþólskra "orðið vís að stöðugum kynferðisbrotum"? Hvernig færðu það út? Að u.þ.b. einn af hverjum 400 prestum hefur gert eitthvað í þessa áttina og vissulega stundum af mjög alvarlegu tagi, felur það þá í sér, að kaþólska trúin hafi gert þetta? Það segirðu þó með orðum þínum, kannski bara svona ofur-klaufalegum, eins og sumt hefur verið í skrifum þínum hingað til, þegar þú hefur verið í hugmóð miklum og æsingi, t.d. að verja Jógrímustjórnina og þér varð það þá á að verja líka Icesave-svikasamninga hennar í gríð og erg.

Þarftu ekki að vanda aðeins betur orðalag þitt og hugsun? Taktu líka eftir, að þessi kynferðis-misneytingarmál eru EKKI algengari meðal kaþólskra presta en íslenzkra þjóðkirkjupresta. Og það sama hefur átt sér hér stað í enn smærri söfnuðum og samtökum og stofnunum, jafnvel á vegum ríkisins, sum þeirra fyrir austan fjall, a.m.k. ein stofnun í Þingeyjarsýslu, auk Heyrnleysingjaskólans, Breiðavíkur, upptökuheimilis stúlkna á Seltjarnarnesi (Bjargsmálið) o.fl.

Og þegar víðar er horft, hefur þetta einnig átt sér stað í skátahreyfingunni í Bandaríkjunum (ekki sízt hjá körlum gagnvart drengjum) og jafnvel meðal starfsmanna hjálparsveita Sameinuðu þjóðanna eða stofnana þeirra í Afríku. 

Ertu örugglega kominn með fullnægjandi talnalegar upplýsingar um allt þetta, Magnús?

Og áttarðu þig ekki á því, að það, sem hér er um að ræða, er engri trú að kenna, heldur einhverju ljótu sem gerzt getur í mannlegu eðli í sínum versta ham og takmarkast hvorki við trúaða/nafnkristna né heiðna eða trúlausa?

Jón Valur Jensson, 9.1.2016 kl. 02:45

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einnig vantar hér klassificeringu á því ofbeldi sem þetta 231 barn í einum frægasta og elzta barnakór heims mun hafa verið beitt. Svelti er eitt (hve mörg fórnarlömb þar?), barsmíðar annað (fjöldi?) og nauðganir enn annað fyrirbæri. Tölurnar vantar.

Jón Valur Jensson, 9.1.2016 kl. 03:08

3 identicon

Meirihluti íslenskra innflytjenda og meirihluti litaðs fólks á Íslandi í dag er kaþólikkar. Hypothetical spurningar um hvort við ættum að mismuna kaþólikkum eru eins og ef manneskja í BNA áður en Japanir fluttu þangað hefði spurt "Ættum við ekki að mismuna svörtum alveg eins og Japönum"? Það er fáránleg spurning því slík mismunun er þegar í gangi. Ísland er líklega eitt and-kaþólskasta land heims. Mönnum finnst í lagi hér að fara með hatursnýð um kaþólska, ýkja og ljúga upp á presta og páfann, svo sem tölur um kynferðisbrot, en líta framhjá samskonar hneysklum innan Þjóðkirkjunnar. Enn meira skotleyfi er á Votta Jehóva, enda einn hataðasti trúflokkur í heimi, líklega afþví hann neitar að fara í stríð og ríkisstjórnum er þess vegna illa við hann. Í annarri heimsstyrjöldinni var fjöldi Votta Jehóva myrtur og enn í dag eru margir Vottar myrtir fyrir að neita að gegna herþjónustu. Vottar þurfa að laga til hjá sér og breyta viðhorfi sínu til læknisþjónustu en sama á við um marga hópa. Það réttlætir ekki að nýðast á núverandi minnihlutahópum að vona að það verði minnihlutahópum framtíðarinnar til góðs. Einn stór munur er líka á kaþólska minnihlutanumn hér og þeim sem við eigum von á. Sýrlendingar eru hvít þjóð sem var einu sinni rík þjóð. Kaþólskir innflytjendur eru að stóru leyti litaðir og koma úr örbirgð, t.d. Filippseyingar. Sýrlendingar geta betur bjargað sér sjálfir og hverfa meira í mannhafið, og þurfa minna á hjálp að halda við það. Þetta er því umhugsunarverð færsla og ekki til fyrirmyndar. Vanda sig betur og hætta að tala sínu "white, lutheran privilege" sem það sjálfsögðum hlut að maður haldi það sé ókei að vera meira anti-kaþólskur en McCarthy. 

Ragnar (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 05:12

4 identicon

Aðeins í landi mjög lituðu af and-kaþólsku, enda í takt við lands sögu þar sem kaþólska var afnumin með vopnavaldi og morðum, myndi svona færsla vera skrifuð, því hún er jafn mikil "hjálp" gegn fordómum og það væri ef þú settist niður og skrifaðir færslu sem væri á þá leið "afhverju að hata homma? afhverju ekki transfólk? veistu hvað transmaður gerði? nei, ég skal segja þér það..." og segja svo ljótar sögur af transfólki,...þó fordómar gegn transfólki séu meiri en hommum, eins og fordómar gegn kaþólikkum eru meiri en gegn múslimum á Íslandi, enda er meirihluti útlendinga hér kaþólskur og þetta er land sem nýðist á útlendingum og minnihluta hópum og finnst einmitt sjálfsagt að nýða trú þeirra og það er gert skammlaust á kaffihúsum. 

Ragnar (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 05:16

5 identicon

Afhverju ekki að bera virðingu fyrir kaþólikkum og þar með okkar eigin sögu og þeim sem við myrtum hér köldu blóði og heiðra minningu þeirra þræla sem voru fluttir hingað til lands með valdi og farið með á viðurstyggilegan hátt? Afhverju ekki að virða meira kaþólsku, sem trú meirihluta erlends láglauna fólks á Íslandi í dag, sem býr við alls konar mismunun og fordóma? Er það ekki betri spurning?

Ragnar (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 05:22

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég velti því stundum fyrir af hverju er svona mikið af illsku til í skóginum og hversu mikið af henni er tilkynnt? Og hversu mikið er til af góðu í þessum sama skógi sem ekki er gert orð á. Bara hitt. Fölnaða laufblaðið eitt er nóg til að fordæma skóginn sjálfum sér og meðkrötum sínum til framdráttar.

Halldór Jónsson, 9.1.2016 kl. 07:52

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er illska tengd trúarbrögðum? Er ekki bara fyrir hendi ákveðið hlutfall sem er illt í eðli sínu og notar trúarbrögðin sem afsökun fyrir því? Ég held það hljóti að vera á valdi hvers og eins hvort hann ákveður að láta reiðina og/ eða sínar illu hvatir stjórna lífi sínu. Langflestar trúaðar manneskjur, hvort sem þær eru kaþólskar, mótmælendur eða múslimar hef ég reynt vera góðar manneskjur og fullar af hjartagæsku. En það eru undantekningar frá reglunni.Og í raun er í mörgum tilfellum um veikt fólk að ræða, annaðhvort andlega eða siðferðilega.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.1.2016 kl. 09:37

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ískyggilegt.  

En hefur fólk heyrt af því, að summsstaðar í Japan, aðallega á vissum svæðum í Tokyo, þar eru sérstakar lestir fyrir konur?

Eg rakst á þetta þegar ég var að lesa eitthvað á netinu um daginn og þótti ótrúlegt við fyrstu sýn.  Þ.e. að í Tokyo væru sér lestir fyrir konur eingöngu.

En samkvæmt lauslegri athugun virðist þetta rétt.  Það eru sér lestir fyrir konur.

Í raun er það alveg ótrúlegt.  Eg man ekki eftir að hafa séð frétt um þetta hér uppi.

Þá liggja málin þannig, að það er hættulegt fyrir konur að fara í almennar lesti vegna viðvarandi kynferðisofbeldis í lestunum.

Svo bara nýlega fóru að koma sterkari raddir um að þetta gengi ekkert og væri Japan og japönum til skammar.  Þ.e. ástandið í almenningslestum gagnvart konum.

Þá var það leyst svona.  Þ.e. með sérstökum kvenna lestum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.1.2016 kl. 11:08

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hafa menn hér velt fyrir sér stöðu kvenna í krisnum ríkjum á borð við stórum hluta suður- og miðameríkuríkja, Uganda, Kenya, Eritreu og svo framvegis. Staðreyndin er sú að þetta á sér fyrst og fremst menningalegar rætur í viðkomandi ríkjum og slíkt er síðan oft réttlætt með texta úr trúarriti viðkomandi. 

Þegar menn eru að bera saman Islam og Krisni hvað siðferði varðar þá eru menn oft að bera saman ríki norður Afríku og múslimsk ríki Asíu við kristin ríki á Vesturlöndum og mæla síðan siðferðið út frá vestrænum siðferðisgildum. Og niðurstaðan er sú að vegna þess að Vesturlönd skora hærra á vestrænan siðferðisskala heldur en þessi tilteknu múslimsku ríki þá endurspegli það mismunin á siðferði trúarbragðana. Hversu heimskir þurfa menn að vera til að koma með slíkar álytkanir?

Sigurður M Grétarsson, 9.1.2016 kl. 15:25

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað.  Menningin og hefðin segir allt þarna.

Veit fólk hvernig staða kvenna er í Papúu Nýju Gíneu?

Staða kvenna þar er talin einna verst í heiminum og Papúa hættulegasti stður í heimi fyrir konur að vera á.

Þeir Papúabúar eru flestir kristnir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.1.2016 kl. 15:56

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Glæpatíðni meðal flóttamanna er lægri en á meðal innfluttra Þjóðverja. Það er því ekki aukin fjöldi flóttamanna sem er að valda aukinni glæpatíðni í Þýskalandi.

http://www.thelocal.de/20151113/police-refugees-commit-less-crimes-than-germans

Sigurður M Grétarsson, 9.1.2016 kl. 16:54

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo einkennilegt sem það er nú, þá er líklegt að samfélög velji sér trúarbrögð sem falla að menningu þeirra.  Svo er það upp og ofan hvort þetta tvennt fær að þróast í átt til þess sem við vestrænir þykjumst búa við og köllum frelsi - bæði í trúar- og veraldlegum efnum.

Kolbrún Hilmars, 9.1.2016 kl. 16:54

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það ber líka að hafa í huga og undirstrika, að mínu mati, hve það er stutt síðan að mannréttindi handa öllum einstaklingum og jafnaðarprinsipp komu til sögunnar á V-Löndum, almennt séð.  Það er örstutt síðan!

Það getur vel verið að það þurfi að vanda sig til að viðhalda og þróa áfram það samfélag sem komist hefur á víðast á V-Löndum.  

Fólk skal allavega hafa í huga að samfélög í Evrópskum stíl eru ekkert sjálfgefin.  Jafnaðarmenn þurftu að berjast fyrir þessu gegn íhaldsöflunum, má segja. 

Staða kvenna á vesturlöndum hefur gjörbreyst síðustu 100 ár eða svo.

Eg held að staða kvenna td. á því svæði sem nú er þýskaland hafi alls ekki verið góð á Miðöldum og langt frameftir öldum, jafnvel fram á 20.öld.

Jafnræðis- og réttindaþjóðfélög ESB eru ekkert sjálfgefin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.1.2016 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband