Leita í fréttum mbl.is

Smjörklípuaðferðin

Datt í hug þegar ég las fréttir á eyjan.is í dag að fletta upp "Smjörklípuaðferðinni"

Smjörklípa er hugtak sem Davíð Oddsson kom í umferð og er notað yfir þá aðferð í opinberri umræðu að beina athyglinni frá eigin vandamálum eða athöfnum með því að benda á eitthvað annað bitastæðara.

Hugtakið er rakið til Kastljósþáttar sem var þann 3. september 2006, en þar var Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, spurður um aðferðir sem hefðu gagnast honum í pólitík. Hann sagði þá sögu af frænku sinni fyrir vestan sem hafði þann sið að klína smá smjörklípu á heimilsköttinn þegar þörf var á að halda honum uppteknum um smá tíma. wikipedia.is

Auðséð að Framsókn hefur farið á námskeið hjá meistaranum. Það t.d. gleymist alveg í frétt dagsins á Eyjunni að við erum að tala um Forsætisráðherra Íslands þannig að dæmi um einhverja hugsanlega ráðgjafa eða aðra eru bara ekki það sama.


mbl.is Ekkert breyst í málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarið hjá Svandísi mjög einkennandi fyrir "hugsjóna" hugmyndafræði VG - við ætlum ekki að fara úr röðinni heldur bara hanga í rassinum á næsta á undan einsog blindur og heyrnalaus dráttarklár.

Hvar er fólkið sem tilbúið er að taka smá áhættu fyrir málstaðinn?

Grímur (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband