Leita í fréttum mbl.is

Kannski rétt að benda (þeim á sem kenna stjórnaranstöðu um lætin núna) að hún kom ekkert að þessu

Rétt fyrir fólk að muna að það var ekki stjórnarandstaðan sem kom þessum látum sem verið hafa um peninga hjónana Sigmundar og Önnu á Tortóla.

Það var Anna sjálf sem gerði þetta opinbert eftir að fréttamaður eða fréttamenn hófu að spyrja þau út í þessi mál í kjölfar þess að viðkomandi fréttamaður hefur undir höndum gögn um Íslendinga sem eiga fjármuni í skattaskjólum á aflandseyjum. Og er að vinna frétt um málið.

Það var ekki stjórnarandstaðan sem stofnaði félag á Tortóla til að geyma peninga sína.

Það var ekki stjórnarandstaðan sem skapaði fordæmi um að stjórnmálamenn geta bara flutt eignir sínar yfir á konuna og telja sig þá ekkert þurfa að geta um þá hagsmuni. Þetta verður þá kannski í framtíðinni að menn flytja bara eignir yfir á makan og eru síðan stikkfrí. Og þurfa ekkert að láta okkur kjósendur vita. Venjulega þegar maður heyrir af eignaflutningi svona þá eru það menn sem eru bjarga eigum frá gjaldþroti eða fela þær!

Að lokum bendi ég á þessa lesningu hér um hugsanlegt framhald á þessu aflandsfélagamáli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband