Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur Joð fagnar afléttingu leyndar og vill vinna með framsókn að því!

Af visir.is:

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, fagnar frumvarpi Framsóknarflokksins sem miðar að því að afnema svokallaða 110 ára reglu reglu en ákvæðið er í upplýsingalögum og felur í sér að 110 ára leynd er yfir skjölum sem hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn er á lífi eða ef skjölin varða almannahagsmuni.

Meðal gagna sem falla undir ákvæðið eru gögn sem snúa að endurreisn bankanna eftir hrunið og liggja nú í sérstöku herbergi á Alþingi. Þingmenn geta skoðað efni gagnanna einn í einu en óheimilt er að afrita þau með nokkrum hætti eða tjá sig um þau við aðra. Þetta hafa ýmsir gagnrýnt, þar á meðal formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir.

Steingrímur segist ekkert óttast það að leynd verði aflétt af gögnunum en hann ræddi málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann sagði engin sérstök lög eða ákvæði hafa verið sett um meðferð gagna sem tengjast bönkunum eða endurreisn þeirra.

„Ég er mjög hrifinn af því að við reynum að gera allt opinberlegt sem mögulega er hægt og skal ekki standa á mér að vera með Framsókn í því. Ég er bara spenntur að sjá frumvarpið sem þeir ætla að ná þessu fram með vegna þess að ekki hef ég beðið um eða staðið fyrir neinni leynd á þessu. Þvert á móti þá skilaði ég nú til Alþingis ítarlegri skýrslu 2011 um endurreisn bankakerfisins og samninga við gömlu bankana sem þingið fékk um þau mál en ef að menn vilja komast í öll gögn þá er það fínt,“ sagði Steingrímur og bætti við að hann gerði þá ráð fyrir að menn væru að tala um öll gögn sem tengjast bönkunum allt frá einkavæðingu til samninga við kröfuhafa.  

Þá sagðist hann sérstaklega spenntur að sjá einn nýlegan samning, Icesave-samning sem gerður var í tíð núverandi ríkisstjórnar.

„Einn nýlegur samningur sem ég væri mjög spenntur að sjá það er sá Icesave samningur sem gerður var í tíð þessarar ríkisstjórnar og er algjörlega leynilegur og enginn hefur fengið að sjá. það er samningur tryggingasjóðsins við Breta og Hollendinga frá því í september um að borga þeim yfir 20 milljarða í viðbót við höfuðstólinn. Þarna er samningur gerður sem ég er ekkert að setja út á, það var verið að klára það mál og losna við málaferli en TIF (Trygggingasjóður innistæðueigenda) semur þarna við bresk og hollensk stjórnvöld. Ég hafði áhuga á að sjá þennan samning og spurðist fyrir um það en mér var sagt nei hann er leynilegur það var samkomulag á milli aðila um að halda honum leyndu,“ sagði Steingrímur.

Þarna vísar hann í lok Icesave-málsins en samningar um lokauppgjör þeirra náðist í september í fyrra og var í samræmi við tilskipun um innistæðutryggingar. Í tilkynningu frá Tryggingasjóðnum að fjárhæðin var greidd með hluta þeirra fjármuna sem voru þá þegar til staðar í B-deild sjóðsins en þar eru vistaðir fjármunir sem að mestu leyti var safnað fyrir bankahrunið í október 2008.

Viðtalið við Steingrím má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband