Leita í fréttum mbl.is

Væri ágætt að sjáfstæðismenn áttuðu sig á nokkrum atriðum

Þetta fer að verða þreytandi. Vilhjámur Þorsteinsson er fjárfestir. Það er hans starf. Hann er jafnaðarmaður. Það kom fram að hann hefði fjárfest m.a. í félagi í Luxemborg og hugsanlega með einhver tengsl við Kýpur. Eftir að um þetta var fjallað þá sagði hann af sér sem gjaldkeri Samfylkingar. Það sem Árni var að segja er að þegar fólk hefur sagt af sér þá er væntanlega ekki að halda þessu áfram nema hann hafi gert eitthvað ólöglegt.

Hann var ekki kjörinn fulltrúi þjóðarinnar og ekki í neinni þeirra stöðu að geta mulið undir sig og sína.  Hann sagði af sér samt stöðu gjaldkera Samfylkingarinnar. Nú bíðum við eftir að Framkvæmdastjóri Framsóknar segi af sér og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem og að við bíðum náttúrulega eftir að Sigmundur Davíð segi af sér. Jafnvel Bjarni Ben vegna Vafnings og aflandsfélaga sinna Og allir hinir sem hugsanlega eru í þessari stöðu.


mbl.is Vill að Vilhjálmur njóti friðhelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús Helgi, það væri enn betra ef fólk almennt áttaði sig á fleiri atriðum. 
Svo sem að það skiptir ekki máli hvort menn eru jafnaðarmenn eða ójafnaðarmenn; meðan lög eru ekki brotin þá mega menn mylja undir sig og sína eins og þeim sýnist.
Hvort sem þeir eru fjárfestar eða erfingjar, í nánum tengslum við stjórnmál eða ekki.  Svo eru sumir í þeirri aðstöðu að þurfa ekki einu sinni að segja af sér neinu.  :)

Kolbrún Hilmars, 2.4.2016 kl. 16:17

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Kolrangt hjá þér Kolbrún, það er himinn og haf á milli þess að vera þjóðkjörinn og venjulegur einstaklingur. Að ekki sé minnst á stöðu SDG, sem vegur enn þyngra. Hans mál hefur ekkert með lögmæti að gera, heldur siðferði. Vilhjálmur sagði það beint út einhverstaðar, sem er hárrétt hjá honum, ólíkt SDG, að hann teldi Ísl. krónuna ónýta, því hefði hann kosið að geyma sitt fé erlendis. Vilhjálmur segjir satt og rétt frá, SDG einfaldlega lýgur, kemur ekki til dyrana eins og hann er klæddur gagnvart þjóðini, er reyndar klæðalaus, eins og keisarinn í ævintýrinu.

Jónas Ómar Snorrason, 3.4.2016 kl. 08:45

3 identicon

Vilhjálmur er ekki venjulegur einstaklingur.  Hann var þingmaður á stjórnlagaþingi og ætlaði að semja stjórnarskrá.  Hann fékk líka hlut í Kögun.  Hver fékk hlut í Kögun?  Fékkst þú hlut í Kögun Jónas?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 10:46

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Faðir Sigmundar fékk nú mestan hllutan í Kögun. Vilhjálmur var vissulega í stjórnlagaráði en ekki sam fulltrúi Samfylkingar helur var hann valinn í það eftir að hafa boðið sig fram í hópi um 500 Íslendinga. Hann hefur aldrei farið leynt með það að hann er fjárfestir og félag í Lúxemborg.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2016 kl. 11:27

5 identicon

Það er sami hrokinn í stjórnarandstöðunni og Styrmi Gunnarssyni. Þið óttist mest að fólk misskilji hlutina þegar skíturinn blasir við.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 12:01

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sko ef við vitnum aftur í Vilhjálm Þorsteinsson þá sagði hann af sér. Ég væri alveg tilbúinn að hætta þessu ef að allir stjórnmála menn sem hafa beint eða í gegnum fjölskyldu sína geymt peninga beint eða óbeint í skattaskjólum segðu af sér. En Vilhjámur var ekki í Stjórnlagaráði sem stjórnmálamaður heldur var hann valinn í kosningum (sem síðar voru taladar ólöglegaar) og hann setti landinu ekki stjórnarskrá heldur lögðu þessi 25 einstaklingar fram drög að nýrri stjórnarskrá eftir ítarlega vinnu þar sem þau náðu öll sátt um útkomuna. Og þar er m.a. kafli sem tekur á hagmunaskráningu nokkuð nákvæmlega.

50. gr. Hagsmunaskráning og vanhæfi

Alþingismanni er óheimilt að taka þátt í meðferð þingmáls sem varðar sérstaka og verulega hagsmuni hans eða honum nákominna. Um hæfi þingmanna skal mælt fyrir í lögum. Vanhæfi þingmanns hefur ekki áhrif á gildi settra laga.

Í lögum skal kveðið á um skyldu alþingismanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína.

Og líka

63. gr. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kannar hvers kyns athafnir og ákvarðanir ráðherra eða stjórnsýslu þeirra eftir því sem hún telur efni til. Nefndinni er skylt að hefja slíka könnun að kröfu þriðjungs þingmanna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2016 kl. 12:10

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við þurfum ekkert að tönnlast á nafni Vilhjálms, hann fer að lögum líkt og flestir aðrir.  Að vísu greiðir hann skatta erlendis, en það er ekki lögbrot vegna tvísköttunarsamninga.
Lögin eiga einfaldlega að gilda jafnt fyrir ALLA.

Kolbrún Hilmars, 3.4.2016 kl. 12:54

8 identicon

Fékkst þú hlut í Kögun Kolbrún?  Það virðast gilda aðrar reglur fyrir þennan mann en aðra.  Sumir kalla það jafnaðarmennsku.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 13:17

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er líkast til ekki öllum sjálfrátt, þrátt fyrir jafnaðarmennsku, hvernig þeir eru gefnir. 

Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2016 kl. 14:29

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hrólfur, Vilhjálmur telur, ólíkt SDG, að krónan sé gagnslaus. Hann ásamt SDG hins vegar telja sér betur borgið að hafa aura sína í annari mynt en krónuni. Vilhjálmur kemur til dyrana eins og hann er klæddur, SDG kemur nakinn og hulinn lygji. Elín, aðild Vilhjáms að Kögun er búin að vera vituð frá upphafi. Stærsti hlutinn er að ég held í eigu föður forsætisráðherra þíns SDG, sem komst yfir hann að sumir segja á hæpnum forsendum. Þekki ekki hvernig Vilhjhálmur komst yfir sinn hlut, en engan á ég hlutinn Elín

Jónas Ómar Snorrason, 3.4.2016 kl. 16:26

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jónas, ef þú átt engan hlut í Kögun þá á ég heldur engan.
Munurinn á okkur hlýtur því aðeins að vera sá að ég reyni að sýna hlutleysi og sanngirni en þú ekki.

Kolbrún Hilmars, 3.4.2016 kl. 16:58

12 identicon

Vilhjálmur sagði ekki af sér fyrr en upp um hann komst.  Sé ekkert viðingavert við það.

Glæpurinn verður ekki minni við það eitt að játa sekt þegar ekki er lengur hægt aðþræta fyrir.

Bjarni (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband