Leita í fréttum mbl.is

Hefur þessi ríkisstjórn staðið sig vel?

Fylgjendur þessarar ríkisstjórnar hafa held ég látið mata sig dálítið af meintum  árangiri hennar.

Það nægir að benda á nokkra hluti. 

Finnst engum skrítið að 99% kröfuhafa samþykktu stöðugleikaskilyrðin við uppgjör gömlu bankana? Held að helsta skýringin sé sú að þetta mjög í samræmi við þau tilboð sem þau höfðu gert ríkinu um uppgjör fyrir löngu. Þ.e. að afhenda ríkinu íslenskar krónueignir sínar eins og Íslandsbanka og fleiri.Auk þess sem ekkert gekk að selja bankana erlendum aðilum fyrir gjaldeyri. Kröfuhafar höfðu vitað frá 2011 eftir neyðarlög að þæir færu ekki út með allar krónueignir sína.

Eins er ríkisstjónin bara að lifa á tímum heppni Íslands. Það var fyrri ríkisstjórn sem setti í gang herferð til að draga að ferðamenn sem heldur betur sló í gegn eftir Eyjafallagosið. Makríll streymdi hingað allt í einu. Olíuverð hrapaði á heimsmarkaði og fleira.

Hér á eftir er listi yfir ýmis mál og ekki endanlegur. Rakst á hann á netinu og langað að sýna ykkur lista yfir mál sem sannarlega eru ekki velheppnuð.

Ríkisstjórinin sem:
1: Lækkaði skatta á ríka fólkið
2: Lækkaði auðlindagjald á útgerðina (kallað til sumarþings vegna þess)
3: Millifærði 80 miljarða af skattfé til þeirra sem áttu íbúð og urði fyrir tímabundum skakkaföllum vegna hrunsins. Ríkissjóður borgar. Ekki "hrægammar". . . Leigendur fé ekkert.
4: Trassaði heilbrigðiskerfið sem er komið af fótum fram. Forsætisráðherra þvælist fyrir öllu með furðu-hugmyndum um staðsetningu spítalans
5: Einkennist af spillingarmálum. Innanríkismálaráðherrann Hanna Birna neyddist til að segja af sér vegna þess að hún lak upplýsingum um skjólstæðinga sina til fjölmiðla.
6: Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er í vasanum á auðmanni í jarðhitabransanum.
7: Fjármálaráðherra er með sparnaðinn sinn utna skattamæra Íslands .Ómögulegt er að sannreyna stæðhæfingar um upphæðir, tilgnag osfr.
8: Forsætisráðherra sömuleiðis. Ómögulegt er að sannreyna stæðhæfingar um upphæðir, tilgnag osfr.
9: Forsætisráðherra þorir ekki að veita viðtöl í ríkisfjölmiðlinum, sennilega vegna þess að hann er hræddur við almennilegar spurningar.
10: Fullkomð klúður vegna ferðamanna mála. Allt stefnir í óefni og við munum horfa upp á stórslys í sumar.


mbl.is „Það getur orðið ljótt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnarandstaðan kolféll í vörn sinni fyrir Vilhjálm Þorsteinsson.  Það var klókur leikur hjá Framsókn að tefla honum fram.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 11:06

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hvernig í andsk.getur stj.andstðan fallið í vörn sinni vegna Vilhjálms þorsteinssonar Elín? Hvaða þvælu ertu að láta út úr þér?

Jónas Ómar Snorrason, 3.4.2016 kl. 16:12

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

mikið til í þessu - núna er t.d. liður 9 á fullu

Rafn Guðmundsson, 3.4.2016 kl. 17:25

4 identicon

Stjórnarandstaðan lagði auðlegðarskatt á Jón og Gunnu en lífeyrisréttindi þeirra sjálfra voru undanþegin.  Það er hræsnin sem er búin að drepa þessa svokölluðu vinstrimenn.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband