Leita í fréttum mbl.is

Fyrirgefið en ég hef enga trú á væntanlegum forsætisráðherra

Ýmislegt skrautlegt sem Sigurður Ingi hefur borið ábygð á

m.a

Sigurður Ingi virti álit heilbrigðiseftirlitsins að vettugi þegar hann heimilaði sölu og dreifingu á hvalabjór. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Matvælastofnun höfðu komist að þeirri niðurstöðu að hvalamjölið, sem notað var í bjórinn, stæðist ekki skilyrði matvælalaga. Sigurður greip fram fyrir hendurnar á heilbrigðiseftirlitinu og leyfði söluna. Ákvörðun ráðherra var ekki tilkynnt formlega, heldur var sagt frá henni í fréttamiðlinum Skessuhorni. Mjölið í bjórnum var unnið úr „þarmainnihaldi“ hvalanna og var því saurmengað, auk þess að vera allt að fimm ára gamalt.

 

Einnig var þetta skrautlegt

Þá vakti athygli þegar Sigurður Ingi tilkynnti á vef umhverfisráðuneytisins að hann hefði ákveðið að afturkalla lög um náttúruvernd, sem taka áttu gildi hálfu ári síðar. Hann áréttaði síðar að hann hyggðist leggja fram lagafrumvarp um að náttúruverndarlögin yrðu felld úr gildi, fremur en að afturkalla þau, enda hefur ráðherra ekki vald til slíks.

Tekið að láni af stundin.is

Og þetta er bara smá brot af illa hugsuðum embættisfærslum hans og samt er hann bara búinn að vera ráðherra í tæp 3 ár.

Og áfram:

Þá sagði Sigurður Ingi að það væri flókið að eiga fé á Íslandi. „Það er auðvitað augljóslega talsvert  flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi,“ sagði hann. „Einhvers staðar verða peningarnir að vera,“ svaraði hann þegar hann var spurður hvort eðlilegt væri að forsætisráðherra ætti peninga á Tortóla. „Og talsverður misskilningur að um sé að ræða skattaskjól eða aflandsfélög eins og menn hafa greint frá.“

Einnig má nefna þetta

Sigurður Ingi hóf feril sinn innan nýrrar ríkisstjórnar sem umhverfisráðherra með því að segja frá þeirri skoðun sinni að leggja ætti niður umhverfisráðuneytið. 

og einnig:

Sumarið 2013 hætti Sigurður Ingi, sem var umhverfisráðherra, við að undirrita friðlýsingarskilmála fyrir Þjórsárver sama dag og til hafði staðið að gera það. Bæði umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun höfðu sent út boðskort vegna atburðarins. Ákvörðunin var gagnrýnd harðlega af umhverfisverndarsinnum og stjórnarandstöðunni. Skýringar Sigurðar Inga voru þær að oddviti Rangárþings ytra hefði gert athugasemdir við friðlýsinguna, en það reyndist hafa verið rangt.

Og þetta er ekki búið.

Aðstoðarmaður Sigurðar Inga boðaði bloggarann Agnar Kristján Þorsteinsson á fund vegna undirskriftarsöfnunar hans gegn lækkun veiðigjalda og var sent afrit af fundarboðinu á yfirmann Agnars hjá Háskóla Íslands. Agnar kvartaði undan því að verið væri að ógna atvinnuöryggi hans með því að blanda yfirmanni hans inn í það sem hann gerði í frítíma sínum.

Og þetta er nær endalaust

Ein umdeildasta ákvörðun Sigurðar Inga var að flytja Fiskistofu út á land með skömmum fyrirvara. Ætlast var til þess að starfsmennirnir flyttu til Akureyrar. Starfsmenn Fiskistofu sendu frá sér yfirlýsingu í september 2014 þar sem þeir kvörtuðu undan því að flutningurinn væri ólöglegur og ófaglegur.

Sigurður Ingi leitaði ekki til Alþingis áður en hann tók ákvörðunina, og því taldi starfsfólkið flutninginn vera ólöglegan.

 

 


mbl.is Afstaða Sigmundar „virðingarverð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sammála

Rafn Guðmundsson, 5.4.2016 kl. 20:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi maður er ekki forsætisráðherra, hann er þarna bara meðan sá "rétti" er í tímabundnu leyfi frá störfum.  Gleymum því ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2016 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband